Að lesa og skrifa á íslensku er 100 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 5 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða.
Aftur í nám er 95 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 7 eininga. Námið er ætlað þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun.
Námskráin Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 80 klukkustunda vinnuframlag nema.
Námið skiptist í fjóra námsþætti um grunnhugtök forritunar, forritun og kóðun, og hagnýt forritun.
Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.
Fagnám fyrir starfsþjálfa er 170 klukkustunda nám á 2. til 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsþjálfi“, sem finna má hér
Fagnám í umönnun fatlaðra er 324 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 16 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra og veita framsækna og metnaðarfulla þjónustu.
Fagnámskeið fyrir starfsmenn félags- og heilbrigðisþjónustu er 210 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum eða öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Umönnun á hjúkrunarheimilum“, sem finna má hér
Smiðja 1 – 2, 2 Færni á vinnumarkaði er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskráa á hæfniþrepi 1 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námskráin er grunnur að námslýsingu sem tekst á við hvert starf sem þjálfa skal til samkvæmt hæfniþrepi námskrárinnar. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast og hljóta þjálfun til að byggja upp verkkunnáttu, þjálfast fyrir ákveðna tegund starfs, efla samstarfshæfni og fjölbreytta færni til að sinna viðkomandi starfi. Námskráin hlaut vottun í ágúst 2024.
Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á starfi sem þjálfað er fyrir.
Námslýsingar við námskrána:
Starf við endurvinnslu - Smiðja 1-2,2
Starf í leikskóla- Smiðja 1-2,2
Starf við umönnun - Smiðja 1-2,2
Námskráin Félagsliðagátt lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1720 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði með starfsreynslu sem jafngildir að lágmarki fullu starfi í eitt ár. Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemar takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Námskráin Ferðaþjónn lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er í 19 námsþáttum, er starfsnám að hluta, og ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa hug á að hefja þar störf.
Heildarlengd námsins eru 680 klukkustundir þar sem starfsþjálfun er 400 klukkustundir. Mögulegt er að fá mat á námið til allt að 34 eininga á framhaldsskólastigi.
Námskráin er unnin af Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi
Ferðaþjónusta – Veitingasalur er 130 klukkustunda nám sem er 6,5 einingar á framhaldsskólastigi og er á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþjónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Þjónusta í veitingasal” en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu.
Markmið námsins er að búa þátttakendur undir fjölbreytt þjónustustörf í veitingasal s.s. móttöku gesta, viðeigandi upplýsingagjöf, að taka á móti pöntunum og þjóna til borðs.
Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum er 130 klukkustunda nám sem er 6,5 einingar á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþjónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Móttaka á gististöðum“ en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu.
Markmið námsins er að fólk sem lýkur því hafi þá hæfni sem þarf til að taka á móti fjölbreyttum hópi gesta, miðla upplýsingum til gesta og samstarfsfólks auk þess að sinna öðrum skilgreindum verkefnum starfsins.
Ferðaþjónusta I er 100 klukkustunda nám sem er 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun, þó nokkrir námsþættir séu á öðru hæfniþrepi. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu og hafa hug á að efla færni sína í að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum innan hennar.
Námið er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í starfi við ferðaþjónustu eða hafa hug á að sinna slíkum störfum. Markmið námsins er að fólk sem lýkur náminu verði fært um að starfa undir umsjón reyndari starfsmanna en með nokkru sjálfstæði í afmörkuðum viðfangsefnum við algeng störf sem tengjast móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðamanna og jafnframt að vera góður undirbúningur fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu eins og til dæmis fyrir nám samkvæmt námskánni Ferðaþjónusta II.
Ferðaþjónusta II er 100 klukkustunda nám sem er 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun, þó nokkrir námsþættir séu á þriðja hæfniþrepi. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám. Námið er framhald af námskránni Ferðaþjónusta I og er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna störfum á sviði móttöku og þjónustu við ferðamenn. Markmið námsins er að fólk sem lýkur náminu sé fært um að starfa með öðrum, taka frumkvæði í samskiptum og bera ábyrgð á skilgreindum viðfangsefnum sem tengjast upplýsingagjöf, móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðamanna og jafnframt að stuðla að jákvæðri upplifun og ánægju gestanna. Markmið námsins er einnig að vera góður undirbúningur til þróunar í starfi sem og fyrir sérhæfðara nám á sviði ferðaþjónustu.
Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 13 eininga. Námið er ætlað lykilstarfsmönnum í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, sem vilja auka persónulega og faglega hæfni sína.
Fræðsla í formi og lit er 432 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 21 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu myndlistar og myndlistarsögu.
Námskráin Grunnmennt lýsir námi á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 500 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 24 framhaldsskólaeiningum. Mögulegt er að skipta námskránni í Grunnmennt I og Grunnmennt II eins og lýst er í námskránni.
Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er einkum að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms, byggja upp undirstöðu í námstækni, færnieflingu, sjálfstyrkingu og samskipti. Um leið og námið byggir upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum) auk mikilvægra þátta fyrir daglegt líf og störf svo sem samskipti og tölvu- og upplýsingatækni.
Grunnnám fyrir skólaliða er 70 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði.
Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk er 128 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla svo sem í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu.
Námsleiðin Hagnýt íslenska í lífi og samfélagi – B1 nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Íslensk menning og samfélag, alls 136 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í íslensku og upplýsingatækni með það að markmiði að verða virkari þátttakendur í samfélagi og menningu landsins. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.
Námsleiðin Hvernig á að vera sjálfstætt starfandi á Íslandi nýtir þrjá námsþætti Sölu-, markaðs- og rekstrarfræði, alls 60 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 3 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk sem vill styrkja sig og eflast í sjálfstæðum rekstri fyrirtækis á Íslandi. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.
Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að auðvelda því aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.
Námsleiðin Íslenska og atvinnulíf nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Íslensk menning og samfélag. Heildarnámstími námsleiðarinnar er 104 klukkustundir.
Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni.
Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er 300 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 15 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki sem vill taka ábyrgð á eigin heilsu og bæta hana.
Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við eldi spendýra, fugla, fiska eða ræktun korns.
Námsleiðin Menntagrunnur – ens, stæ og utn, nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Grunnmennt. Námið er alls 125 klukkustunda vinnuframlag nema.
Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í ensku, stærðfræði og upplýsingatækni með það að markmiði að verða betur undirbúin til að takast á við nám í framhaldinu, svo sem Menntastoðir eða sambærilegt nám á hæfniþrepi 2. Námið er á hæfniþrepi 1 samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.
Námskráin Menntastoðir lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1200 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 60 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki og ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framahaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Markmið námsins er að styrkja jákvætt viðhorf til náms og auðvelda námsfólki að takast á við ný verkefni og mögulega áframhaldandi nám. Val námsþátta er einkum ætlað að styðja námsfólk í að efla eigin námstækni og samskipti, almennar bóklegar greinar, tölvu- og upplýsingatækni og lokaverkefni þar sem þjálfuð er sjálfstæð verkefnavinna með samþættingu námsþátta.
Móttaka og miðlun er 60 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 3 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við móttöku viðskiptavina og veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja.
Nám í stóriðju – framhaldsnám er 500 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 25 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju – grunnnám.
Nám í stóriðju – grunnnám er 400 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 20 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni.
Námskrárnar þrjár lýsa námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Nám hverrar námskrár er 1800 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 90 framhaldsskólaeiningum.
Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu fólks sem hefur áhuga á að vinna í ferðaþjónustu eða er þegar við störf innan geirans. Tilgangur námsins er jafnframt að efla sjálfstæði við algeng störf sem tengjast þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðafólks og jafnframt að námið sé góður undirbúningur fyrir störf og áframhaldandi nám til frekari sérhæfingar á sviði ferðaþjónustu.
Samfélagstúlkur er 130 klukkustunda nám á 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.
Námskráin byggir á starfaprófílnum ,,Samfélagstúlkur“ sem má finna hér
Námskráin er þróuð af Mími
Skjalaumsjón er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala, með sérstakri áherslu á rafræna skjalastjórnun.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Skjalaumsjón“, sem finna má hér
Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er 40 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 2 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun.
Skrifstofunám er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er fyrir þá sem hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum eða sækja frekara nám á því sviði.
Námskráin er þróuð af Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Skrifstofuskólinn er 360 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 18 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni.
Smiðja er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem vilja kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform.
Námslýsingar fyrir smiðjur:
Smiðja 1 – 1 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er sú fyrri í röð tveggja á hæfniþrepi 1. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum við að byggja upp verkkunnáttu, reynir á sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform þátttakenda.
Námskrá í námskrárgrunni
Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á verkefni sem tekið er fyrir. FA hefur þróað sniðmát fyrir fræðsluaðila til að skrifa lýsingar á verkefnum fyrir smiðju.
Námskráin hlaut vottun í desember 2022.
Smiðja 1 – 2 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum við að byggja upp verkkunnáttu, reynir á sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform þátttakenda.
Námskrá í námskrárgrunni
Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á verkefni sem tekið er fyrir. FA hefur þróað sniðmát fyrir fræðsluaðila til að skrifa lýsingar á verkefnum fyrir smiðju.
Námskráin hlaut vottun í desember 2022.
Dæmi um smiðjur;
Smiðja 2 – 1 er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í beinum tengslum við Smiðjur á hæfniþrepi 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna er tekið mið af hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum við að byggja upp verkkunnáttu, reynir á sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform þátttakenda.
Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á verkefni sem tekið er fyrir. FA hefur þróað sniðmát fyrir fræðsluaðila til að skrifa lýsingar á verkefnum fyrir smiðju. Námskráin hlaut vottun í nóvember 2023.
Námslýsingar fyrir smiðjur;
Sölu- markaðs- og rekstrarnám er 440 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 22 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða stofna til eigin reksturs.
Námskráin Starf í íþróttahúsi er 200 klukkustundir og byggir á samnefndum starfaprófíl og eldri námskrá. Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við íþróttahús. Markmið námsins er að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að taka á móti og þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Geti sinnt eftirliti, baðvörslu ásamt aðstoð við börn og einstaklinga með sérþarfir.
Mikil áhersla er lögð á að þátttakendur í náminu öðlist hæfni í að vinna samkvæmt verklagi um öryggi og geti fylgt þeim kröfum sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæð og öguð vinnubrögð og að efla samvinnu- og samskiptafærni nema. Tilgangur námsins er að styrkja jákvæð viðhorf til starfsgreinarinnar, efla færni og faglega þekkingu til að takast á við helstu viðfangsefni og aukna ábyrgð í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi í starfi í íþróttahúsum.
Námskráin er unnin af SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarða
Starfsnám í vöruhúsi er 120 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í vöruhúsum við að taka á móti og afgreiða vörur ásamt því að fylgjast með vörulager.
Námskráin Sterkari starfskraftur lýsir 160 stunda námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa huga á að starfa við almenn skrifstofustörf. Markmiðið er að auka þekkingu og leikni þátttakenda til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka færni sína í upplýsingatækni. Lögð áhersla á að efla frumkvæði og skapandi hugsun við lausn verkefna.
Stökkpallur er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.
Námskráin Sundlaugarvörður er 200 klukkustundir og byggir á samnefndum starfaprófíl og eldri námskrá. Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við sundstaði. Markmið námsins er að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að þjónusta gesti sundstaða og tryggja öryggi þeirra og velferð ásamt því að halda sundstaðnum hreinum.
Lögð er áhersla á að þátttakendur í náminu öðlist hæfni í að vinna samkvæmt verklagi um öryggi ásamt því að geta fylgt þeim kröfum sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæð og öguð vinnubrögð og að efla samvinnu- og samskiptafærni nema. Tilgangur námsins er að styrkja jákvæð viðhorf námsmanna til starfsgreinarinnar, efla færni og faglega þekkingu til að takast á við helstu viðfangsefni og aukna ábyrgð í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi í starfi í sundlaugum.
Námskráin er unnin af SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarða
Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans 45 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Námskrána á að vera hægt að laga að mismunandi vinnustöðum og starfsgreinum í takt við framfarir í tækni og stafrænu vinnuumhverfi.
Námskráin er unnin af Framvegis, miðstöð símenntunar
Tækniþjónusta er 140 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi í fjölbreyttri tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður í tækniþjónustu“, sem finna má hér
Námsleiðin Tölvugrunnur og sjálfsefling nýtir tvo námsþætti Menntastoða, alls 140 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 7 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk sem vill styrkja sig og eflast í notkun tölvutækni annars vegar og auka á sjálfstraustið ásamt eigin samskiptahæfni. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.
Tölvuumsjón er 344 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 17 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla hæfni þeirra sem vinna við eða hafa hug á að vinna við tölvuviðgerðir og þjónusta tölvukerfi.
Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi.
Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.
Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun er 170 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni – þjónustu og miðlun og umsýslu/aðlögun gagna.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starf í upplýsingatækni“, sem finna má hér
Velferðatækni er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu og vilja öðlast aukna þekkingu og leikni í að takast á við tækniþróun í geiranum.
Námskráin er unnin af Framvegis, miðstöð símenntunar
Verkfærni í framleiðslu er 220 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 11 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum og styrkja þá til frekara náms.
Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 29 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi.
Námskráin byggir á starfaprófílnum „Verslunarfulltrúi“, sem finna má hér
Vöruflutningaskólinn er 339 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 23 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa hjá flutningafyrirtækjum og vilja bæði styrkja faglega hæfni sína og efla sjálfstraust.
Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum.