Select Page

Námskrár

Um vottaðar námskrár FA

Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið er að semja námskrár. Þær eru þróaðar í samvinnu við fræðsluaðila og atvinnulífið.

Námskrár FA eru fjölbreyttar og mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja og þörfum atvinnulífsins.

Leiðarljós FA við hönnun á námi e að það sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Við hönnun á námi til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu er byggt á hæfnigreiningum starfa.

Námskrár FA eru skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar af Menntamálastofnun á þrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á nám samkvæmt námskrám FA með stuðningi frá Fræðslusjóði.

Frekari upplýsingar um fræðslustofnanir sem kenna eftirfarandi námskrár er að finna HÉR.

Vottaðar námskrár FA skiptast í starfstengdar námskrár og almennar námskrár.