Um Fræðslusjóð
Fræðslusjóður starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Samkvæmt þeim er hlutverk sjóðsins að stuðla að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki, jafnframt því að taka þátt í að skapa skilyrði svo sömu einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri. Framlög til Fræðslusjóð eru ákveðin í fjárlögum hvers árs. Stjórn Fræðslusjóðs ber ábyrgð á ráðstöfun fjár úr Fræðslusjóði og skal hún setja sérstaka skilmála fyrir fjárframlögum úr sjóðnum, sem ráðherra svo staðfestir. Í þeim skal koma fram hvernig meðferð umsókna er háttað og almenn skilyrði fyrir veitingu framlaga úr sjóðnum.
Úthlutanir Fræðslusjóðs greinast í meginatriðum í þrennt:
a. framlög til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald,
b. framlög til að mæta kostnaði við raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf,
c. styrkveitingar til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.
Ráðherra er heimilt að semja við til þess bæra aðila um að annast fjárreiður og umsýslu með sjóðnum. Jafnframt getur ráðherra falið stjórn Fræðslusjóðs að hafa umsjón með sérstökum verkefnum er tengjast framhaldsfræðslu og framkvæmd laga þessara.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans samkvæmt þjónustusamningi sem er í gildi milli aðila. Fara skal með fjármál sjóðsins í samræmi við lög nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins og reglugerðir sem settar eru á grundvelli þeirra laga.
Skilmálar og úthlutunarreglur Fræðslusjóðs
Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010
Reglugerð um framhaldsfræðslu 1163/2011
Stjórn Fræðslusjóðs
Ráðherra skipar Fræðslusjóði níu manna stjórn til fjögurra ára í senn. Formaður er skipaður án tilnefningar, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins tilnefna tvo fulltrúa hvort, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Félag íslenskra framhaldsskóla tilnefna einn fulltrúa hvort, fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefna einn fulltrúa sameiginlega og velferðarráðuneyti einn. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Stjórn Fræðslusjóðs setur sér starfs- og úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir. Í þeim skal koma fram hvernig meðferð umsókna er háttað og almenn skilyrði fyrir veitingu framlaga úr sjóðnum.
Stjórn Fræðslusjóðs er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Hellen Gunnarsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
Eva Margrét Kristindóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
Eyrún Björk Valsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
Finnbogi Sveinbjörnsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
Karl Rúnar Þórsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Magnús Ingvason, tilnefndur af Skólameistarafélagi Íslands
Margrét Sigurðardóttir, tilnefnd sameiginlega af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti
Varamenn:
Hulda Anna Arnljótsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar
Einar Mar Þórðarson, tilnefndur sameiginlega af Sambandi íslenskra sveitarfélag og fjármála- og efnahagsráðuneyti
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, tilnefnd af Skólameistarafélagi Íslands
Heiðrún Björk Gísladóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
Hilmar Harðarson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Klara Baldursdóttir Briem, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
Ólafur Garðar Halldórsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
Stefán Sveinbjörnsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Skipunartími stjórnarinnar er til 12. febrúar 2023