Kennslumiðstöð

Hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er unnið að þróun aðferða í framhaldsfræðslu og miðlun innlendra og erlendra nýjunga til fagfólks. Leiðbeinendur í atvinnulífi og framhaldsfræðslu geta metið eigin hæfni í ólíkum þáttum starfsins með því að fylla út matslista. Viltu vita meira?

Vegvísi FA er ætlað að styðja við starfsþróun leiðbeinenda fullorðinna og er hann lifandi gagnagrunnur yfir námskeið og aðrar mögulegar leiðir til að auka við hæfni leiðbeinenda. Þau sem fyllt hafa út matslista fyrir leiðbeinendur og vilja efla færni sína á einhverju sviði geta nýtt Vegvísinn til að taka næstu skref. Viltu vita meira?

Megináhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir og veita faglegan stuðning við nám og kennslu í samræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur í framhaldsfræðslu.
FA veitir ráðgjöf um árangursríkar leiðir í kennslu fullorðinna.

Mat á hæfni leiðbeinenda – matslisti

Leiðbeinendur fullorðinna geta metið eigin hæfni í ólíkum þáttum starfsins með því að fylla út matslista.

Matslistinn er verkfæri fyrir leiðbeinendur sjálfa til að gera sér grein fyrir nauðsynlegri hæfni í þeirra starfi, en ekki síður fyrir fræðslustjóra í fyrirtækjum og stofnunum og verkefnastjóra hjá fræðsluaðilum til að vinna með leiðbeinendum.

Innihaldi matslistans er skipt upp í fimm flokka:

  • Undirbúningur fræðslu
  • Framkvæmd fræðslu
  • Námsmat
  • Stafræn hæfni
  • Samskipti og samvinna

Hverjum flokki er jafnframt skipt upp í þrjú stig þar sem hæfnikröfur aukast frá stigi eitt til stigs þrjú.

Matslistinn er unninn í samstarfi við Háskóla Íslands og byggir á hæfnigreiningu starfsins en afurð hennar er starfaprófíll um starf leiðbeinanda í fullorðinsfræðslu.

Opna matslista

Nánari upplýsingar má nálgast hjá frae@frae.is 

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar