Kennslufræði
Valmynd
Kennslufræðimiðstöð
Hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er unnið að þróun aðferða í framhaldsfræðslu í samvinnu við fræðsluaðila, miðlun innlendra og erlendra nýjunga til fagfólks og ráðgjöf um árangursríkar leiðir í kennslufræði. Megináhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir og veita faglegan stuðning við nám og kennslu í samræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur fræðsluaðila í framhaldsfræðslu.
Þrjár megin áherslur FA við þróun, miðlun og ráðgjöf í kennslufræði:
- Viðmið um hæfni kennara og leiðbeinenda – til sjálfsmats og raunfærnimats.
- Kennsluefni á vef fyrir kennslufræðinámskeið til afnota fyrir fræðsluaðila.
- Miðlun nýjunga í kennslufræði fullorðinna og stuðla að þróun nýrra aðferða.
Samþætting þessara þriggja áhersluatriða er mikilvæg og vinna þarf að stöðugum umbótum í fræðslustarfinu í samræmi við gæðakröfur.
FA vinnur með fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu og með innlendum og erlendum sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í kennslufræði fullorðinna. Í tengslaneti FA eru fjölmargir sérfræðingar og fagaðilar sem hafa þekkingu og reynslu á sviði framhaldsfræðslu og FA aðstoðar fræðsluaðila við að finna leiðbeinendur og sérfræðinga til að kenna og miðla fræðslulefni sem samræmist þeirra þörfum.