Select Page

Fræðslusjóður

Tölfræði úr starfinu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi starfseminnar, árið 2003, safnað tölfræðigögnum um framkvæmd þeirra úrræða sem FA hefur þróað. Úrræðin sem um ræðir eru raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námsleiðir fyrir markhóp FA, sem er fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun. Á árinu 2003 fóru fyrstu námsmennirnir í gegnum námsleiðir sem FA undirbjó til vottunar. Árið 2006 hófu náms- og starfsráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna að taka viðtöl við einstaklinga í markhópi FA og árið 2007 fóru fyrstu einstaklingarnir í gegnum raunfærnimat, fyrst í iðngreinum en síðan bættust fleiri greinar við.

Námsleiðir

Fjöldi einstaklinga sem sótt hafa vottaðar námsleiðir frá árinu 2006. Kennsla vottaðra námsleiða hófst árið 2003.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Fjöldi viðtala í ráðgjöf um náms og störf frá árinu 2006.

 

 

Raunfærnimat

Fjöldi einstaklinga sem sótt hafa raunfærnimat frá árinu 2007.