Tölfræði úr starfinu

Mælaborð FA

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi haldið utan um tölfræði þeirra úrræða sem FA stendur að.

Námsleiðir

2003 – fyrstu nemarnir taka þátt í námsleiðum sem FA bjó til og fékk vottaðar.
Tölfræðin sýnir fjölda nemenda sem luku námi eftir árum, námsleiðum, kyni og landshluta. Einnig hver fjármagnaði námsleiðina. Hægt er að raða upplýsingunum eftir þessum breytum.

Náms- og starfsráðgjöf

2006 – ráðgjafar símenntunarmiðstöðva taka fyrstu viðtölin við fólk úr markhópi FA.
Tölfræðin sýnir fjölda viðtala sem tekin hafa verið eftir árum, kyni, ríkisfangi, skólastigi stöðu á vinnumarkaði og landshluta. Hægt er að raða upplýsingum eftir þessum breytum.

Raunfærnimat

2007 – fyrstu þátttakendur í raunfærnimati iðngreina en síðar í fleiri greinum.
Tölfræðin sýnir fjölda þátttakenda sem luku raunfærnimati eftir árum, greinum, kyni, landshluta, aldursbili og þjóðerni. Einnig sést hver fjármagnaði raunfærnimatið. Hægt er að raða upplýsingum eftir þessum breytum.



Ef vitnað er í prentað efni eða efni af heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar ber að geta heimilda

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar