Select Page

Ráðgjöf um nám og störf

Ráðgjöf í framhaldsfræðslu

Ráðgjöf um nám og störf stendur til boða á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum landsins. Megináhersla er lögð á að ná til þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigimæta þörfum hvers og eins, veita upplýsingar og hvetja til náms eða frekari starfsþróunar. Algeng verkefni ráðgjafa  snúa að þjónustu og aðstoð vegna raunfærnimats, námsstyrkjum, gerð ferilskrár, áhugasviðum og markmiðssetningu, heimsóknum í fyrirtæki auk ráðgjafar vegna persónulegra málefna í tengslum við náms- eða starfsferil. Ráðgjöfin er markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu. 

Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að styðja við þróunarstarf, veita faglegan stuðning og auka sérþekkingu í ráðgjöfinni í samræmi við viðhorf og gæðakröfur innan framhaldsfræðslunnar.
Í því felst að þróa aðferðafræði, afla og miðla upplýsingum um þarfir markhópsins, stýra samstarfsneti ráðgjafa um land allt og kalla eftir endurgjöf frá notendum. Unnið er eftir ákveðnum viðmiðum um árangur og haldið utan um tölfræði auk 2 -3 samráðsfunda á ári með ráðgjöfum. 

Ráðgjöfin er lykill að því að ná til markhópa framhaldsfræðslunnar og tengja þá við viðeigandi tækifæri í námi og starfi. Í því skyni er unnið að uppbyggingu upplýsinga- og ráðgjafarvefjar þar sem finna má fjölmargt um nám og störf, aðgengilegá einum stað – sjá Næstaskref.is. 

Nánari upplýsingar og áherslur er að finna á heimasíðum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva:

Höfuðborgarsvæðið
Mímir-símenntun
Starfsmennt
Framvegis
IÐAN fræðslusetur (sér um allar iðngreinar fyrir utan rafiðngreina)
RAFMENNT  (sér um rafiðngreinar)

Suðurnes
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 

Vesturland
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Vestfirðir
Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Norðurland  vestra
Farskólinn

Eyjafjörður
SÍMEY

Þingeyjasýslur
Þekkingarnet Þingeyinga

Austurland
Austurbrú

Suðurland
Fræðslunetið

Vestmannaeyjar
Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð

Viðtöl við náms- og starfsráðgjafa í framhaldsfræðslu:

Viðtal við Emil Björnsson náms- og starfsráðgjafa hjá SÍMEY

Viðtal við Emil Björnsson náms- og starfsráðgjafa hjá SÍMEY

Hversu lengi hefur þú unnið við náms- og starfsráðgjöf? Lengi, lengi. Áður en ég fór í nám í náms- og starfsráðgjöf hljóp ég öðru hvoru í skarðið þegar vantaði menntaðan ráðgjafa í menntaskólann þar sem ég starfaði. Mér líkaði starfið prýðilega en fann fyrir því að...

read more