Allir starfaprófílar

Sía
Tögg
Aðstoðarmaður í málmiðnaði
Aðstoðarmaður í málmiðnaði starfar með sínum yfirmönnum við að ná settum markmiðum í daglegum rekstri fyrirtækis.
Áfengis og vímuefnaráðgjafi
Áfengis- og vímuefnaráðgjafi aðstoðar fólk við að meta stöðu sína gagnvart notkun og áhrifum vímuefna á líf þess.
Bókari
Tilgangur starfsins er að vinna í tengslum við fjármál og rekstur, skrá útgjöld og tekjur og halda upplýsingum til haga. Unnið er með ýmis gögn sem þurfa að vera rekjanleg og skipulega upp sett og er nær eingöngu unnið við tölvur og bókhaldsforrit.
Deildastjóri í móttöku
Tilgangur starfs deildarstjóra í móttöku er að fara með yfirstjórn og ábyrgð á starfsemi og rekstri gestamóttöku gististaða.
Dyravörður
Dyravörður tekur á móti gestum og hefur það hlutverk að fylgjast með þeim sem staðinn sækja og tryggja öryggi þeirra, húsnæðisins og starfsmanna.
Eldvarnareftirlitsmaður
Meginviðfangsefni starfs eftirlitsmanns eldvarna eru almennt og sérhæft eldvarnareftirlit með atvinnuhúsnæði, jafnt fyrirtækjum sem stofnunum.
Ferðaþjónn
Ferðaþjónn starfar á hótelum og gistiheimilum og sinnir þar mismunandi verkefnum og þarf ávallt að hafa ólíkar þarfir gesta í huga.
Flokkstjóri í fiskvinnslu
Megin viðfangsefni flokksstjóra er að skipuleggja störf og halda utan um hóp starfsmanna á tilteknu vinnslusvæði.
Gæðaeftirlitsmaður í fiskvinnslu
Gæðaeftirlitsmaður í fiskvinnslu hefur eftirlit með gæðum hráefnis, hreinlæti starfsfólks, þrifum og ástandi búnaðar og húsnæðis í öllu vinnsluferlinu.
Heilbrigðisgagnafræðingur
Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar.
Hópferðabílstjóri í ferðaþjónustu
Starf hópferðabílstjóra í ferðaþjónustu felst í akstri og þjónustu við farþega.
Landvörður
Tilgangur starfsins er að vernda náttúru, umhverfi og menningarminjar og stuðla að jákvæðri upplifun og viðhorfi gesta til verðmæta landsins og verndunar þeirra.
Leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu
Tilgangur starfsins er að stuðla að námi fullorðinna þannig að þeir auki hæfni sína á tilteknu sviði.
Leiðsögumaður
Leiðsögumaður leiðsegir og stýrir ferðamönnum, bæði einstaklingum og hópum, í lengri eða skemmri ferðum.
Liðveitandi
Tilgangur starfs liðveitenda er að veita einstaklingum með fötlun, sem rétt eiga á, félagslega aðstoð og auka þannig lífsgæði þeirra.
Millistjórnandi í ferðaþjónustu
Tilgangur starfsins er að leiða og skipuleggja dagleg verkefni deildar í samræmi við gildi, stefnu og verklagsreglur fyrirtækisins.
Millistjórnandi í verslun
Millistjórnandi í verslun stýrir daglegum rekstri og verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir og tekur rekstrarlegar ákvarðanir í samræmi við valdsvið sitt.
Móttaka á gististöðum
Tilgangur starfs í móttöku á gististöðum er að taka á móti gestum og veita þeim þjónustu í samræmi við stefnu og gæðaviðmið gististaðarins.
Öryggisvörður
Starf öryggisvarða felst í því að vakta eignir og fólk fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Rannsóknartæknir
Rannsóknartækir vinnur að jafnaði við sýnameðhöndlun (s.s. móttöku, skráningu, frágang og úrvinnslu).
Samfélagstúlkur
Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.
Sérhæfður þjónustufulltrúi
Tilgangur starfs sérhæfðs þjónustufulltrúa er að hafa umsjón með flóknum verkefnum s.s. greina fyrirspurnir og veita ráðgjöf.
Sérþjálfaður byggingaverkamaður
Sérþjálfaður byggingaverkamaður starfar með sínum yfirmönnum við að ná settum markmiðum í daglegum rekstri fyrirtækis.
Sérþjálfaður starfsmaður í matvælaiðnaði
Tilgangur starfs sérþjálfaðs starfsmanns í matvælaiðnaði er að vinna að því að viðskiptavinir fái matvæli/vöru sem uppfyllir gæðastaðla.
Sjúkraflutningar
Tilgangur starfs við sjúkraflutninga er að vernda líf og heilsu fólks, sinna þeirri mikilvægu þjónustu sem útköll eru. Vera fyrsta viðbragð við bráðum veikindum og slysum.
Skógarmaður
Skógarmaður sinnir ýmsum verkefnum í skógrækt og landgræðslu sem eru breytileg eftir árstíðum.
Skólaritari
Tilgangur starfsins er að þjónusta og vera í samskiptum við nemendur, foreldra, starfsfólk og aðra utanaðkomandi aðila.
Slökkviliðsmaður
Tilgangur starfs slökkviliðsmanns er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja öryggi með fullnægjandi viðbúnaði við eldsvoðum, mengunaróhöppum, björgun fastklemmdra og öðrum björgunarstörfum.
Starf á deild í leikskóla
Starfsmaður á deild í leikskóla tekur þátt í uppeldi, menntun og umönnun leikskólabarna innan deildar og utan samkvæmt aðalnámskrá leikskóla og lögum og reglugerð um leikskóla.
Starf á lager / í vöruhúsi
Vinnuumhverfi á lager / í vöruhúsi getur verið afar mismunandi, allt frá litlum lagerum til stórra vöruhúsa.
Starf í íþróttahúsi
Starfsmaður í íþróttahúsi tekur á móti og þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
Starf í leikskóla
Tilgangur starfsins er að þjónusta og vera til til staðar fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.
Starf í matvælaiðnaði
Almennur starfsmaður í matvælaiðnaði starfar að jafnaði við framleiðslu og/eða pökkun á matvælum.
Starf í upplýsingatækni
Starfsmaður við upplýsingatækni starfar á fjölbreyttum vettvangi við aðstoð vegna upplýsingatækni og umsýslu/aðlögun gagna.
Starf við endurvinnslu
Starfsfólk við endurvinnslu vinna samkvæmt verklagsreglum. Verkefnin geta verið mjög fjölbreytt og fara alltaf eftir aðstæðum. Verkefnin felast einkum í að stuðla að aukinni endurnýtingu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar.
Starf við umönnun
Tilgangur starfsins er að veita fólki félagslegan stuðning, létta þjónustu og mynda tengsl við fólk. Styðja við færni og virkni fólks ásamt hvatningu við verkefni sem þarf að takast á við hverju sinni.
Starf við þrif og þjónustu
Tilgangur starfsins er að sjá um létt þrif samkvæmt starfslýsingu og fyrirmælum stjórnanda ásamt aðstoð við matar- og kaffitíma.
Starfsmaður í skjalaumsjón
Starfsmaður við skjalaumsjón stýrir skjölum í ákveðinn farveg samkvæmt lögum og kerfum sem eru í notkun innan fyrirtækis/stofnunar.
Starfsmaður í tækniþjónustu
Starfsmaður við tækniþjónustu er tengiliður fyrirtækisins við viðskiptavini þess sem þurfa tæknilega aðstoð.
Starfsþjálfi
Tilgangur starfsþjálfunar er að flýta fyrir yfirfærslu náms á starf og félagslegri aðlögun starfsmanns að starfi/starfsgrein.
Sundlaugavörður
Tilgangur starfsins er að þjónusta gesti sundstaða og tryggja öryggi og velferð þeirra ásamt því að halda sundstaðnum hreinum.
Umönnun á hjúkrunarheimilum
Starfsmaður við almenna umönnun á hjúkrunarheimilum aðstoðar íbúa í þeim tilgangi að hámarka lífsgæði og viðhalda sjálfstæði og vellíðan þeirra.
Umsjónarmaður fasteigna
Umsjónarmaður fasteigna í grunn- og framhaldsskóla. Tilgangur starfsins er yfirumsjón með húsnæði og lóð skólans, viðhaldi og eftirliti með þeim.
Vaktstjóri á skyndibitastöðum og kaffihúsum
Vaktstjóri sér um daglega verkstjórn vinnustaðarins og ber ábyrgð á staðnum í fjarveru yfirmanns.
Vaktstjóri aksturs / flotastjóri
Tilgangur með starfi flotastjóra er að hafa umsjón með og stýra daglegum verkefnum hóps bílstjóra.
Verkstjóri í fiskvinnslu
Megin viðfangsefni verkstjóra í fiskvinnslu er að skipuleggja vinnslu, ákveða hvaða vinnsluaðferðum er beitt og sjá til þess að rétt vara sé framleidd samkvæmt vinnslureglum.
Verslunarfulltrúi
Verslunarfulltrúi þarf að þekkja meginlínur í stefnu fyrirtækis, daglegar áherslur og þekkja vöruframboð verslunarinnar.
Verslunarstjóri
Verslunarstjóri fer með yfirstjórn í þeirri verslun sem hann starfar í og ber rekstrarlega ábyrgð á öllum sviðum verslunarinnar.
Viðburðastjóri
Tilgangur starfsins er að skipuleggja og stýra fjölbreyttum viðburðum á ákveðnum tíma og ákveðnum stað.
Vöruþróunarstjóri
Tilgangur með starfi vöruþróunarstjóra er að þróa vörur og þjónustu og ferla þeim tengdum samkvæmt stefnu fyrirtækisins.
Þjónusta í veitingasal
Tilgangur starfs við þjónustu í veitingasal er að taka á móti gestum, veita þeim viðeigandi þjónustu og stuðla að jákvæðri upplifun og ánægju þeirra.
Þjónustufulltrúi
Þjónustufulltrúi er andlit fyrirtækisins út á við og þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á innviðum fyrirtækisins og vörum/þjónustu þess.
Þjónustufulltrúi í upplýsingamiðstöð
Þjónustufulltrúi á upplýsingamiðstöð (og sambærilegum stöðum) sinnir upplýsingagjöf, aðstoð og ráðgjöf til ferðamanna og almennri afgreiðslu.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar