Fagbréf atvinnulífsins – framkvæmd og fjármögnun

Hverjir geta haldið utan um framkvæmd verkefna?   Umsjón/ábyrgð framkvæmdar getur verið i höndum símenntunarmiðstöðva, fræðslumiðstöðva iðngreina, annarra fræðsluaðila, sjálfstætt starfandi ráðgjafa eða hjá því fyrirtæki eða stofnun þar sem verkefnið fer fram. Ábyrgðaraðili framkvæmdar sækir um til FA í eyðublaðinu hér fyrir neðan. Fyrirtæki sækir jafnframt um í starfsmenntasjóði í gegnum Áttina. Umsóknareyðublað Fjármögnun Fyrirtæki […]

Fagbréf atvinnulífsins

Öflugt atvinnulíf byggir á öflugu starfsfólki Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest. Fagbréf atvinnulífsins gerir þetta kleift. Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er […]

Efni frá VPL Biennale er nú aðgengilegt á heimasíðu ráðstefnunnar

1. Kynningarglærur og upptökur frá kynningum má nálgast hér.  2. Viðtöl við fyrirlesara má nálgast hér. Þar á meðal er viðtal við Ulrich Scharf og Simon Schmid hjá SkillLab en verkefni þeirra um starfsferilsráðgjöf með gervigreind hlaut viðurkenningu á ráðstefnunni. Einnig viðtal við Marie Macauly þar sem hún segir frá alþjóðlegum leiðarvísi UNESCO um það […]

Starfsmennt hlýtur viðurkenningu fyrir færniuppbyggingu sérhæfðra þjónustufulltrúa

Viðurkenningar fyrir árangursrík verkefni í raunfærnimati voru veittar við hátíðlega athöfn á alþjóðlegri ráðstefnu sem fór fram á Grand hótel í dag. Fjögur verkefni hlutu viðurkenningu og var Starfsmennt eini íslenski fræðsluaðilinn þar á meðal. Til að bregðast við hröðum breytingum á vinnumarkaði kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins af stað tilraunaverkefni, í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og […]

Hvernig metum við það sem fólk kann?

Fróðleikur um raunfærnimat Hvað er raunfærnimat? Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í ólíku samhengi en ekki eingöngu í skóla. Raunfærnimat veitir staðfestingu á færni einstaklinga óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Niðurstöður raunfærnimats eru nýttar til að stytta nám eða sýna fram á […]

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2021 er komin út 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, rýnir í framtíð framhaldsfræðslunnar í nýútkominni ársskýrslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Hann segir  áhrif loftslagsbreytinga og fjórðu iðnbyltinguna vera stórar áskoranir fyrir vinnumarkaðinn sem kalla muni á fleiri tækifæri til endurmenntunar og grunnmenntunar, þá skipti ekki máli hvort það nám fari fram á vinnustað eða á vegum framhaldsfræðsluaðila.  „Við stöndum […]

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021

Ársskýrsla 2021 Frá framkvæmda­stjóra Hildur Betty Kristjánsdóttir Íslenskt atvinnulíf hefur tekið stöðugum breytingum á síðustu áratugum og nú er hraði breytinga meiri en áður hefur þekkst. Með skýrri og vel uppbyggðri færnispá fáum við ákveðna innsýn inn í framtíðina varðandi framboð og eftirspurn vinnuafls. Þeir hópar sem eru taldir líklegastir til að finna fyrir mestu […]

FA kynnir verkfæri sem stuðla að eflingu og þróun mannauðs á Menntadegi atvinnulífsins

STAFRÆN ÞRÓUN  MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 25. apríl 2022  Viltu efla hæfni þína eða starfsmanna þinna?   Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) þróar verkfæri sem nýtast atvinnulífinu við að:   Greina hæfnikröfur starfa   Meta færni starfsfólks í samræmi við hæfnikröfurnar   Þjálfa og fræða starfsfólk út frá þörfum   Hvetja og styðja starfsfólk til að afla sér símenntunar   Samstarfsaðilar FA eru fræðslu- og […]

Ný og endurbætt vefsíða Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins lítur dagsins ljós

Í tilefni af 20 ára afmælisári Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) var ákveðið að ráðast í endurskoðun á vefsíðunni frae.is. FA þróar verkfæri í samstarfi við atvinnulífið og fræðsluaðila og er leiðandi í því að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu. Hópurinn sem nýtir sér þjónustu FA er fjölbreyttur og var markmiðið með uppfærslunni að þjóna […]

Nýju verkefni er ætlað að gera allt nám sýnilegra  

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um nýtt verkefni þar sem kannað er hvernig hægt er að færa hæfni af ólíku tagi í hæfnirammana og um leið tengja þá evrópska viðmiðunarrammanum. Í verkefninu er ennfremur kannað á hvaða hátt er hægt að tengja hæfniramman raunfærnimati. Lesið um verkefnið á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar