Hvernig metum við það sem fólk kann?

Fróðleikur um raunfærnimat

Hvað er raunfærnimat?

Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í ólíku samhengi en ekki eingöngu í skóla. Raunfærnimat veitir staðfestingu á færni einstaklinga óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Niðurstöður raunfærnimats eru nýttar til að stytta nám eða sýna fram á og auka færni á vinnumarkaði. Raunfærnimat er öflugur hvati fyrir einstaklinga til enn frekari hæfniþróunar í starfi og/eða til áframhaldandi náms.   

Raunfærnimat og atvinnulífið 

Sýnileiki á færni einstaklinga er mikilvæg fyrir atvinnulíf, bæði fyrir stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn og leiðir til:   

  • Markvissari uppbyggingu á færni í takt við þarfir, bæði utan og innan skólakerfa 
  • Að horft sé til staðfestrar færni vegna starfsþróunar, launaákvarðana og við ráðningar í störf 
  • Að störfum sé sinnt af starfsfólki með færni við hæfi sem hefur áhrif á gæði og framleiðni 
  • Aukinnar getu til að takast á við breytingar á vinnumarkaði 

FA hefur unnið að þróun rafræns umsýslukerfis um raunfærnimat í samvinnu við Advania og IÐUNA – fræðslusetur, sem leiðir verkefnið. Þegar nýja kerfið verður tekið í notkun þá mun allt ferlið geta farið fram í stafrænu umhverfi þegar það á við.   

Ráðstefna um raunfærnimat 

Helstu sérfræðingar í hæfniþróun frá 27 löndum hittast á Íslandi dagana 19.-20. maí. nk. og ræða hvernig raunfærnimat getur nýst við að takast á við hraðar breytingar á vinnumarkaði. Íslenskir og erlendir gestir munu sitja ráðstefnuna sem ber yfirskriftina Að byggja sameiginlegan grunn. Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sér um fundarstjórn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra flytur ávarp. Veittar verða viðurkenningar fyrir árangursrík verkefni í raunfærnimati, í hópi þeirra er íslenskur fræðsluaðili. Ráðstefnan fer fram á Grand hótel frá kl. 8.30 til 17 báða dagana.  

Ráðstefnan er í umsjón Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og CEDEFOP. 

Sjá upplýsingar um fyrirlestra og dagskrá hér

Vefsíða ráðstefnunnar

Greinar um raunfærnimat

Nánar um raunfærnimat á vef FA

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar