Öflugt atvinnulíf byggir á öflugu starfsfólki

Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest. Fagbréf atvinnulífsins gerir þetta kleift.

Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf. Í því felst ávinningur fyrir fyrirtæki og starfsfólk.

Fagbréf atvinnulífsins er afrakstur samstarfs Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Fagbréf atvinnulífsins eru gefin út af FA sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. FA vottar jafnframt að réttri aðferðafræði hafi verið beitt við framkvæmd mats og starfsþjálfunar.

Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi fyrirtækis/stofnunar og starfsfólks þess. Traust þarf að ríkja og markmið verkefnanna skýrt. 

Tvær leiðir – sama niðurstaða

Kynningarmyndband:

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar FA:

Fjóla María Lárusdóttir

fjola@frae.is

Haukur Harðarsson

haukur@frae.is

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar