Ný og endurbætt vefsíða Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins lítur dagsins ljós

Í tilefni af 20 ára afmælisári Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) var ákveðið að ráðast í endurskoðun á vefsíðunni frae.is. FA þróar verkfæri í samstarfi við atvinnulífið og fræðsluaðila og er leiðandi í því að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu. Hópurinn sem nýtir sér þjónustu FA er fjölbreyttur og var markmiðið með uppfærslunni að þjóna honum sem best.  

Við hönnun á nýrri síðu var áhersla lögð á aðgengilegar upplýsingar og notendavæna síðu. Til að ná fram sýn notenda var send út könnun á póstlista FA. Nýttust þær ábendingar sem bárust við endurbæturnar. Leiðarljósið í allri vinnunni var meiri léttleiki, myndræn framsetning og samræmi.

Helstu nýjungar á síðunni eru:

  • Mælaborð FA þar sem nálgast má tölur yfir árangur af starfinu frá upphafi eða frá árinu 2003.
  • Vegvísir kennslumiðstöðvar FA sem ætlað er að styðja við starfsþróun leiðbeinenda fullorðinna. Hann er lifandi gagnagrunnur yfir námskeið og aðrar mögulegar leiðir til að auka hæfni leiðbeinenda. Með því að fylla út matslista geta leiðbeinendur fullorðinna metið eigin hæfni.

Verkfæri framhaldsfræðslunnar eru:

1. Hæfnigreiningar

2. Raunfærnimat

3. Námsleiðir

4. Ráðgjöf um nám og störf  og upplýsingavefurinn Næsta skref

SKOÐA HEIMASÍÐU

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar