Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun

Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun er 170 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga.  Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni – þjónustu og miðlun og umsýslu/aðlögun gagna. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starf í upplýsingatækni“, sem finna má hér […]

Tölvuumsjón

Tölvuumsjón er 344 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 17 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla hæfni þeirra sem vinna við eða hafa hug á að vinna við tölvuviðgerðir og þjónusta tölvukerfi. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Tækniþjónusta

Tækniþjónusta er 140 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi í fjölbreyttri tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður í tækniþjónustu“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans

Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans 45 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Námið er bæði […]

Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Sölu- markaðs- og rekstrarnám  er 440 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 22 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða stofna til eigin reksturs. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Sundlaugarvörður

Námskráin Sundlaugarvörður er 200 klukkustundir og byggir á samnefndum starfaprófíl og eldri námskrá. Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við sundstaði. Markmið námsins er að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að þjónusta gesti sundstaða og tryggja öryggi […]

Sterkari starfskraftur

Námskráin Sterkari starfskraftur lýsir 160 stunda námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Tilgangur námsins  er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa huga á að starfa við almenn skrifstofustörf. Markmiðið er að auka þekkingu og leikni þátttakenda til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka […]

Starfsnám í vöruhúsi

Starfsnám í vöruhúsi er 120 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í vöruhúsum við að taka á móti og afgreiða vörur ásamt því að fylgjast með vörulager. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Starf í íþróttahúsi

Námskráin Starf í íþróttahúsi er 200 klukkustundir og byggir á samnefndum starfaprófíl og eldri námskrá. Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við íþróttahús. Markmið námsins er að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að taka á móti og […]

Smiðja

Smiðja er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem vilja kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Dæmi um smiðjur:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar