Smiðja 1-2,2 – Færni á vinnumarkaði

Smiðja 1 – 2, 2 Færni á vinnumarkaði er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskráa á hæfniþrepi 1 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námskráin er grunnur […]

Námslína í ferðaþjónustu

Námskrárnar þrjár lýsa námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Nám hverrar námskrár er 1800 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 90 framhaldsskólaeiningum. Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu fólks sem hefur áhuga á að vinna í ferðaþjónustu eða er þegar við störf innan geirans. Tilgangur námsins er jafnframt að efla sjálfstæði […]

Smiðja 2-1

Smiðja 2 – 1 er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í beinum tengslum við Smiðjur á hæfniþrepi 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna er tekið mið af hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum við að […]

Smiðja 1 – 1

Smiðja 1 – 1 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er sú fyrri í röð tveggja á hæfniþrepi 1. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum […]

Smiðja 1 – 2

Smiðja 1 – 2 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem […]

Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun

Námskráin Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 80 klukkustunda vinnuframlag nema. Námið skiptist í fjóra námsþætti um grunnhugtök forritunar, forritun og kóðun, og hagnýt forritun. Námskráin á pdf Námskráin í námskrárgrunni Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.

Þjónustuliðar – grunnnám

Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum. Námskrá á pdf

Vöruflutningaskólinn

Vöruflutningaskólinn er 339 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 23 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa hjá flutningafyrirtækjum og vilja bæði styrkja faglega hæfni sína og efla sjálfstraust. Námskrá á pdf

Verslunarfulltrúi

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 29 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Verslunarfulltrúi“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námslýsing á pdf

Verkfærni  í framleiðslu

Verkfærni  í framleiðslu er 220 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 11 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum og styrkja þá til frekara náms. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar