Smiðja 1 – 1

Smiðja 1 – 1 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er sú fyrri í röð tveggja á hæfniþrepi 1. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum […]

Smiðja 1 – 2

Smiðja 1 – 2 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem […]

Þjónustuliðar – grunnnám

Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum. Námskrá á pdf

Vöruflutningaskólinn

Vöruflutningaskólinn er 339 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 23 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa hjá flutningafyrirtækjum og vilja bæði styrkja faglega hæfni sína og efla sjálfstraust. Námskrá á pdf

Verslunarfulltrúi

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 29 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Verslunarfulltrúi“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námslýsing á pdf

Verkfærni  í framleiðslu

Verkfærni  í framleiðslu er 220 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 11 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum og styrkja þá til frekara náms. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Velferðatækni

Velferðatækni er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu og vilja öðlast aukna þekkingu og leikni í að takast á við tækniþróun í geiranum. Námskrá í námskrárgrunni Námskráin er unnin af Framvegis, miðstöð símenntunar

Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun

Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun er 170 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga.  Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni – þjónustu og miðlun og umsýslu/aðlögun gagna. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starf í upplýsingatækni“, sem finna má hér […]

Tölvuumsjón

Tölvuumsjón er 344 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 17 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla hæfni þeirra sem vinna við eða hafa hug á að vinna við tölvuviðgerðir og þjónusta tölvukerfi. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Tækniþjónusta

Tækniþjónusta er 140 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi í fjölbreyttri tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður í tækniþjónustu“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni