Skrifstofunám

Skrifstofunám er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er fyrir þá sem hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum eða sækja frekara nám á því sviði. Námskrá í námskrárgrunni Námskráin er þróuð af Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Skjalaumsjón

Skjalaumsjón er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala, með sérstakri áherslu á rafræna skjalastjórnun. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Skjalaumsjón“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá […]

Samfélagstúlkur

Samfélagstúlkur er 130 klukkustunda nám á 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að […]

Nám í stóriðju – framhaldsnám

Nám í stóriðju – framhaldsnám er 500 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 25 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju – grunnnám. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Nám í stóriðju – grunnnám

Nám í stóriðju – grunnnám er 400 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 20 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Móttaka og miðlun 

Móttaka og miðlun er 60 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 3 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við móttöku viðskiptavina og veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Meðferð matvæla

Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við eldi spendýra, fugla, fiska eða ræktun korns. Námskrá á pdf

Grunnnám fyrir skólaliða

Grunnnám fyrir skólaliða er 70 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði. Námskrá á pdf

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk er 128 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla svo sem í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námskráin á ensku Námskráin á pólsku […]

Fjölvirkjar

Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 13 eininga. Námið er ætlað lykilstarfsmönnum í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, sem vilja auka persónulega og faglega hæfni sína. Námskrá á pdf

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar