Námskráin Starf í íþróttahúsi er 200 klukkustundir og byggir á samnefndum starfaprófíl og eldri námskrá. Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við íþróttahús. Markmið námsins er að tryggja að þau sem ljúka því séu fær um að taka á móti og þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Geti sinnt eftirliti, baðvörslu ásamt aðstoð við börn og einstaklinga með sérþarfir.

Mikil áhersla er lögð á að þátttakendur í náminu öðlist hæfni í að vinna samkvæmt verklagi um öryggi og geti fylgt þeim kröfum sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæð og öguð vinnubrögð og að efla samvinnu- og samskiptafærni nema. Tilgangur námsins er að styrkja jákvæð viðhorf til starfsgreinarinnar, efla færni og faglega þekkingu til að takast á við helstu viðfangsefni og aukna ábyrgð í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi í starfi í íþróttahúsum.

Námskráin er unnin af SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarða

Námskráin á pdf

Námskráin í námskrárgrunni

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar