Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans 45 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Námskrána á að vera hægt að laga að mismunandi vinnustöðum og starfsgreinum í takt við framfarir í tækni og stafrænu vinnuumhverfi.

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er unnin af Framvegis, miðstöð símenntunar

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar