Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) er að þróa og endurskoða námskrár sem nýtast markhópi framhaldsfræðslunnar og atvinnulífinu.

Námskrár nýtast atvinnulífinu

Námskrár FA eru þróaðar í samvinnu við fræðsluaðila og atvinnulífið. Námskrár eru fjölbreyttar hvað varðar efnistök og innihald og miða að því að mæta þörfum atvinnulífsins og þeirra sem námið sækja. Í námsleiðunum er lögð áhersla á starfstengda og persónulega hæfni sem styrkir fólk við þróun eigin starfshæfni.

Námskrár FA eru almennt flokkaðar í:

  • starfstengdar námskrár, byggja á hæfnigreiningum starfa og starfaprófíl (afurð hæfnigreiningar)
  • almennar námskrár, er ætlað að auðvelda fólki að hefja nám að nýju og efla samfélagsþátttöku þess
  • námsleiðir, byggja á námsþáttum úr vottuðum námskrám FA og er ætlað að auka flóru í námsframboði fræðsluaðila

LISTI YFIR VOTTAÐAR NÁMSKRÁR FA

Leiðarljós FA við hönnun á námi er að það sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Þegar um er að ræða námskrá til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu er oftast byggt á hæfnigreiningum starfa.

Fyrirkomulag og framkvæmd

Námskrár FA eru skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar af Menntamálastofnun á hæfniþrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á nám samkvæmt námskrám FA með styrk frá Fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar um fræðsluaðila sem bjóða upp á nám samkvæmt eftirfarandi námskrám er að finna hér.

LISTI YFIR VOTTAÐAR NÁMSKRÁR FA

Ef vitnað er í prentað efni eða efni af heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar ber að geta heimilda

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar