Vegvísir leiðbeinenda

Vegvísir kennslumiðstöðvar FA er lifandi gagnagrunnur yfir leiðir sem geta nýst til að auka við hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu.

Verkefnastjórar símenntunarmiðstöðva og mannauðs-/fræðslustjórar fyrirtækja eru hvattir til að vísa sínum leiðbeinendum á vegvísinn.

Leiðbeinendur geta fyllt út matslista til að meta hæfni sína og skoða mögulegar leiðir til hæfniþróunar. Vegvísnum er skipt upp í fimm flokka eins og matslistanum.

Vegvísir er þróaður í samvinnu við Háskóla Íslands og fulltrúa úr framhaldsfræðslu og atvinnulífi. Nánari upplýsingar hjá frae@frae.is

Hæfni leiðbeinanda er skilgreind á þremur stigum:
  • Leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu sem hefur einhverja reynslu af kennslu fullorðinna.  Kennir gjarnan námskeið sem aðrir hafa sett saman (búið til). Eða kennir stutt námskeið um hluti sem leiðbeinandi þekkir mjög vel (sérþekking) þar sem fyrst og fremst er verið að miðla þekkingu, t.d. að leiðbeina um nýja ferla, aðferðir o.s.frv.
  • Skipulag kennslunnar, framkvæmd og framkoma leiðbeinanda endurspegla virðingu fyrir fullorðnum námsmönnum og aðstæðum þeirra.
  • Leiðbeinandi hefur undirstöðuþekkingu á undirbúningi kennslu, t.d. útbúa dagskrá, undirbúa kennslurými og taka til viðeigandi námsefni fyrir hvern tíma/kennslustund.
  • Grunnhæfni í kennslu t.d. bein miðlun.
  • Tekur á móti hópi og miðlar námsefni samkvæmd kennsluáætlun frá öðrum. 
  • Leggur fyrir verkefni og staðlað námsmat ef það er lagt fyrir.
  • Notar að mestu tilbúin námsgögn en getur útbúið kynningar og einföld verkefni.
  • Notar stafræna tækni við undirbúning, miðlun og samskipti.
  • Leiðbeinandi í fullorðingsfræðslu sem hefur þegar kennt nokkuð mörg námskeið og ræður við að kenna fjölbreytt innihald með ólíkum hópum fullorðinna.
  • Leiðbeinandinn er fær um að :
    • hanna eigin námskeið
    • útbúa kennsluefni
    • leiða námsferla
    • útbúa og leiða alls konar verkefni á námskeiði
    • styðja nemendur í námi
  • Þekkir og notar nokkrar ólíkar kennsluaðferðir.
  • Kynnir sér nemendahóp, samsetningu og væntingar hópsins.
  • Skipuleggur námskeið (gerir kennsluáætlun) út frá hæfniviðmiðum / markmiðum námsins.
  • Útbýr námsgögn m.a. kynningar, leiðbeiningar og verkefni.
  • Gerir og leggur fyrir námsmat / verkefni og próf, veitir endurgjöf.
  • Leiðbeinandi sem hefur mikla reynslu í kennslu fullorðinna, hefur kennt ólíkum hópum við ólíkar aðstæður bæði á staðnum og á netinu um fjölbreytt innihald.
  • Hannar og skipuleggur námsferli byggð á eigin þarfagreiningu eða annarra.
  • Útbýr kennsluefni á fjölbreyttu formi, hannar verkefni og æfingar þar sem þátttakendur frá tækifæri til að vinna á merkingarbæran/raunhæfan hátt með innihald námsferlisins.
  • Notar fjölbreyttar kennsluaðferðir og mætir nemendum með ólíkar námsþarfir og áskoranir (jafnvel nemendum með náms-, félagslega eða / og geðræna erfiðleika).
  •  Beitir ólíkum aðferðum við námsmat og endurgjöf.
  • Getur leiðbeint nýjum leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu.
VELDU FLOKK
Vegvísir flokkar 2
Námsstig
TEGUND
Námsvísir – tegund

Að færa kennslu á netið

Námskeið sem fjallar um skipulag, hönnun og framkvæmd stafrænnar kennslu með áherslu á að mæta nemendum með ólíkar þarfir. Opna

Stafræn hæfni Undirbúningur fræðslu

Að kenna á netinu

Vefnámskeið fyrir þau sem eru að flytja kennsluna sína á netið. Microcred-örvottun. Opna.

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Að nota Microsoft til að auðvelda nemendum nám

Vefnámskeið þar sem farið er yfir tækni í Office 365 sem styður við nám, lestur og fleira. Microcred-örvottun. Opna

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Að nota Padlet í kennslu

Myndskeið þar farið er yfir hvernig má nota Padlet í kennslu, t.d. við hópavinnu nemenda. Opna.

Stafræn hæfni

Að skapa námssamfélag í fjarkennslu

Grein þar sem fjallað er um aðferðir sem stuðla að góðu námssamfélagi í fjarkennslu. Opna.

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Aðferðir fullorðinsfræðslunnar

Í þessu hefti er fjöldi vel reyndra aðferða sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu alls konar. Aðferðunum er raðað upp eftir því hvaða stað eða tilgang þær hafa í kennslunni. Opna

Framkvæmd fræðslu Undirbúningur fræðslu

Áhrif mats á nám og kennslu

Grein um hvaða áhrif námsmat hefur á nám og kennslu. Opna.

Námsmat

Árangursrík samskipti í kennslustofunni

Grein þar sem farið er yfir lykilatriði sem styðja við árangursrík samskipti í kennslu. (Námsumhverfi, endurgjöf, líkamstjáning o.fl.). Opna.

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Endurgjöf til nemenda

Myndskeið um þrjár megin reglur í framsetningu á gagnrýni. Opna.

Námsmat Samskipti og samvinna

Fjarkennsla

Nokkur hagnýt ráð fyrir þau sem eru að færa hefðbundna kennslu yfir í fjarkennslu. Opna.

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Fjarkennsla með Zoom

Samantekt um kennslu með Zoom. Opna.

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Fjölbreyttar kennsluaðferðir – verkfæri fagmannsins

Samantekt á fjölbreyttum og reyndum kennsluaðferðum í fullorðinsfræðslu, tilgangi þeirrta og notkun. Opna

Framkvæmd fræðslu Undirbúningur fræðslu

Gerð matskvarða fyrir námsmat

Samantekt um gerð, notkun og tilgang matskvarða með dæmum. Opna.

Námsmat

Greining á fræðsluþörfum

Samantekt á leiðum og aðferðum við greiningu fræðsluþarfa nemendahópa. Opna

Námsmat

Hönnunarhugsun í skipulagi og kennslu

Hönnunarhugsun (e. Design Thinking) er aðferð sem nýtist mjög vel við að hanna nám og kenna. Opna

Framkvæmd fræðslu Undirbúningur fræðslu

Hvað gerir góðan kennara framúrskarandi

Ted fyrirlestur um, mistök, fjölbreytni endurgjöf og sjálfsmat í kennslu. Opna.

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Hvatning og tengsl við nemendur í fjarkennslu

Fjallað um samskipti kennara og nemenda í fjarkennslu. Leiðir til að vekja áhuga nemenda og viðhalda honum. Opna.

Samskipti og samvinna Stafræn hæfni

Kennsla og námsmat í rafrænu umhverfi

Myndskeið sem fjallar um kennslu og námsmat í rafrænu umhverfi. Opna.

Námsmat Stafræn hæfni

Leiðbeinandi endurgjöf

Myndskeið þar sem tekið er dæmi af leiðbeinandi endurgjöf og hvað felur hún sér. Opna.

Námsmat Samskipti og samvinna

Leiðbeinandinn sem samferðamaður

Í fullorðinsfræðslunni skiptir máli að leiðbeinandinn sjái hlutverk sitt sem verkstjóri, eða „lóðs“ og taki að sér að leiða námsferlið en skapi nægilegt rými fyrir þátttakendur til að blómstra og axla ábyrgð á eigin námi. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Lifandi og áhrifarík framsögn

Námskeið þar sem þátttakendur þjálfa sig í því að búa til áhrifaríkt kynningarefni og flytja það þannig að áheyrendur hlusti, skilji og nái „rauða þræðinum“. Opna

Framkvæmd fræðslu

Lýðræðislegar og skapandi aðferðir

Námskeið þar sem þátttakendur læra nokkrar vel þekktar aðferðir sem eru notaðar til að vinna með hópum í þeim tilgangi að nýta þekkingu sem býr í hópnum og leiða að sameiginlegum niðurstöðum. Opna

Stafræn hæfni Undirbúningur fræðslu

Lykilatriði í góðum samskiptum

Myndskeið um samskipti kennara og nemenda í fjarkennslu. Opna.

Samskipti og samvinna

Matskvarðar í ævinámi

Samantekt um stoðir og viðmið, það sem þarf að hafa í huga við gerða matskvarða í ævinámi. Opna.

Námsmat

Matskvarði hópverkefni

Dæmi um matskvarða fyrir hópverkefni. Opna.

Námsmat

Miðlunaraðferðin

Miðlunaraðferðin (þ. Die Moderations Methode) snýst um að „miðla málum“. Aðferðin er lýðræðisleg aðferð sem byggir á sýnileika, gagnsæi, sjálfsábyrgð þátttakenda og virkni allra. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Munnleg próf

Samantekt um notkun munnlegra prófa, kosti þeirra og galla. Opna.

Námsmat

Notkun upplýsingatækni við nám og kennslu

Námskeið þar sem þátttakendur læra nýjar leiðir til að styðja við nám og kennslu með upplýsingatækni. Opna

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Open Space Technology

OST er aðferð sem er gjarnan notuð þegar fólk skipuleggur fundi eða ráðstefnur með stórum hópum þar sem þátttakendur deila djúpum áhuga á ákveðnu viðfangsefni og vilja finna lausnir. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Persónuleg hæfni í kennslu

Samantekt um mikilvægi persónulegrar hæfni kennara og bent á leiðir til að auka hana. Opna.

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Ráð fyrir leiðbeinendur í fjarkennslu

Samantekt með átta ráðum fyrir leiðbeinendur sem vilja styðja við námssamfélag á netinu. Opna

Samskipti og samvinna Stafræn hæfni

Ráð fyrir leiðbeinendur í fjarkennslu

Átta ráð fyrir leiðbeinendur sem vilja styðja við námssamfélag á netinu. Opna.

Samskipti og samvinna Stafræn hæfni

Samskipti kennara og nemenda

Samantekt á ábendingum og leiðum í samskiptum kennara og nemanda. Opna.

Samskipti og samvinna

Skapandi lausnaleit

Skapandi lausnaleit (e. Creative Problem Solving) er ein þekktasta leiðin til að leiða hópa í gegnum skapandi ferli. Hér er málið að greina vanda, finna hugmyndir að lausnum, þróa lausnir og prófa þær. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Skipulag og hönnun námsskeiðs

Háskóli Íslands – Vefur þar sem tekið er saman efni sem lítur að skipulagi og hönnun námskeiðs. Opna

Undirbúningur fræðslu

Stafrænar lausnir í fjarkennslu

Samantekt á stafrænum öppum, námskerfum og annarri tækni fyrir fjarkennslu. Opna.

Stafræn hæfni

Stafræni kennarinn

Vefnámskeið um starfræna fræðslu, aðferðafræði og annað sem tengist gerð stafræns námsefnis auk hagnýtra ráða. Opna.

Stafræn hæfni Undirbúningur fræðslu

Sýnileg framsetning við fundi og fræðslu

Námskeið þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að læra og æfa ólíkar aðferðir við framsetningu námsefnis og til að virkja þátttakendur í námi bæði á staðnum og vefnum. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Tækninýjungar fyrir kennslu

Samantekt um tækninýjungar, forrit og öpp og hvernig nota má þau til að styðja við nám og kennslu. Opna.

Stafræn hæfni

Tengsl kennara við nemendur og kveikjur

Myndskeið um samskipti kennara og nemenda í fjarkennslu. Leiðir til að vekja áhuga nemenda og viðhalda honum. Opna

Samskipti og samvinna Stafræn hæfni

Um það að kenna fullorðnum

Netnámskeið, með myndskeiðum, texta og stuttum verkefnum um það sem er sérstakt við það að kenna fullorðnum. Hér er komið inn á helstu hugmyndir og kenningar um aðstæður fullorðinna þegar þeir eru að læra eitthvað nýtt, um nám fullorðinna og fleira. Opna

Undirbúningur fræðslu

Vertu þinn eigin námssmiður – opnir og skapandi kennsluhættir á 21. öldinni

Vefnámskeiðið Vertu þinn eigin námssmiður gengur út á að kynna fyrir leiðbeineindum hugmyndir og aðferðir til að hanna námsferli á í netheimum. Opna

Undirbúningur fræðslu

World Café

World Café er enn ein lýðræðislega aðferðin sem snýst um það að virkja þátttakendur til samtals. Þátttakendur læra að skipuleggja fundi og ráðstefnur með þessari aðferð. Opna

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Það sem framúrskarandi kennarar gera

Myndskeið um það sem einkennir framúrskarandi kennara. Opna.

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Þegar kennsla er færð á vefinn

Samantekt um nokkur lykilatriði fyrir vel heppnaða fluttning náms og kennslu á netið. Opna.

Framkvæmd fræðslu Stafræn hæfni

Þess vegna skiptir persónuleg færni máli í kennslu

Hér er fjallað um hvernig persónuleg hæfni skiptir sífellt meira máli í kennslu. Opna.

Framkvæmd fræðslu Samskipti og samvinna

Þjálfaraverkstæðið

Þjálfaraverkstæðið er ætlað leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu, sérfræðingum og öðrum sem kenna eða ætla að kenna í fræðslustofnunum eins og símenntunarmiðstöðvum. Opna

Framkvæmd fræðslu Undirbúningur fræðslu

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar