Vegvísir leiðbeinenda
Vegvísi FA er ætlað að styðja við starfsþróun leiðbeinenda fullorðinna og er hann lifandi gagnagrunnur yfir námskeið og aðrar mögulegar leiðir til að auka við hæfni leiðbeinenda.
Vegvísir og matslisti fyrir leiðbeinendur byggja á hæfnigreiningu starfs og eru þróaðir í samvinnu við Háskóla Íslands og fulltrúa úr framhaldsfræðslu og atvinnulífi.
Vegvísir er flokkaður í fimm flokka; undirbúning, framkvæmd fræðslu, mat, stafræna hæfni og samskipti og samvinnu, í samræmi við matslistann, auk þess sem efnið er tengt stigum eitt, tvö og þrjú.