Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Ný Gáttargrein

Kristín R. Vilhjálmsdóttir menningar- og tungumálamiðlari er höfundur nýjustu greinar í Gátt. Hún fjallar um þau menningarverðmæti sem felast í tungumálinu og hvernig þeim er miðlað á Café Lingua. En Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima og...

Snepill um raunfærnimat

Nýr Snepill er kominn út. Þar er fjallað um fréttir af þeim verkefnum sem eru efst á baugi í þróun raunfærnimats. Þar er sagt frá lokaráðstefnum VISKA sem fóru fram hér á landi og í Brussel. Á þeim ráðstefnum var farið yfir árangur og lærdóm VISKA verkefnisins. Þá er...

Leikur að læra?

Síðasta greinin um upplýsingaveitur um nám og störf Þriðja og síðasta grein Arnars Þorsteinssonar, ritstjóra NæstaSkref.is, er nú komin í loftið í Gátt en þar er fjallað um tækifæri til frekari þróunar vefjarins. Mörg lönd í Evrópu halda úti vefsvæðum með upplýsingum...

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2019 er komin út

Hæfnisetrið var stofnað fyrir rúmum tveimur árum og er hýst hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frá stofnun hefur Hæfnisetrið unnið í nánu samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki í ferðaþjónustu við m.a. að efla fræðslu í ferðaþjónustu. Hæfnisetrið hefur lagt mikla...

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda