Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.
Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) er samstarfsvettvangur fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum.

Fréttir

Kröfur tækninnar

Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, símenntunar á Suðurlandi, um störf verkefnastjóra á símenntunarmiðstöðvum í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar. Tæknin þróast ört og krefst þess að verkefnastjórarnir...

Óvissuferð í boði Covid

Er yfirskrift nýjustu greinarinnar í Gátt. Í henni lýsa starfsmenn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum viðbrögðum við ákvörðun stjórnvalda um að skólahald yrði með breyttu sniði frá og með föstudeginum 13. mars s.l. Nemendur voru eins og áður í forgrunni en...

Snepill um námskrár og hæfnigreiningar

Nýr Snepill er kominn út. Þar er fjallað um hæfnigreiningar, námskrár og kennslufræðimiðstöð. Sagt er frá breytingum á teymum innan FA sem vinna með þessi mál, endurskoðun námskráa og fleira. Snepilinn má lesa hér Eldri Snepla má lesa hér Snepill er ör-fréttablað...

Ný syrpa greina í Gátt

Í nýjustu greininni í Gátt  fjallar Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar um breytingar á vinnubrögðum hjá Mími á tímum heimsfaraldursins. Menntakerfið á Íslandi hefur ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem fylgt hefur COVID-19. Skólahald...