Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

– Framtíðin hér og nú – Ársfundur FA

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík og hefst kl. 9:30. Skráning á fundinn hér. Dagskrá: Skráning og morgunverðurVelkomin Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FAÁvarp Kristín Þóra...

„Fullorðinsfræðarinn“ í breyttu samfélagi

Fullorðinsfræðarinn er megin viðfangsefni greinar vikunnar í Gátt. Maria Marquard sérfræðingur við Árósarháskóla og fulltrúi Dana í NVL hefur um langt árabil leitt vinnu við færniþróun fullorðinsfræðara innan NVL. Maria fer í greininni yfir ólíkar kortlagningar...

Vendinám hjá Keili

Í grein vikunnar í Gátt fjallar Sigrún Svafa Ólafsdóttir kennsluráðgjafi um athyglisverða þróun vendikennslu hjá Keili. Keilir á Ásbrú í Reykjanesbæ er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Allt frá stofnun árið 2012 hefur farið fram öflugt þróunarstarf á sviði náms...

,,Við getum þá alltaf sungið Bítlalögin”

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um óhefðbundna leið við enskukennslu. Þegar Ingibjörg Ingadóttir starfaði sem enskukennari við Menntaskóla Borgarfjarðar kynntist hún hópi kvenna í gegnum gönguhóp. Hún varð þess var að þær langaði að bæta kunnáttu sína í ensku,...

Skipholti 50b 105 Reykjavík
599 1400
frae@frae.is
Opið alla virka daga frá 8-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda