Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2020

Menntadagur atvinnulífsins verður haldin í Hörpu 5.febrúar n.k. Þar verður fjallað um sköpun, menntamál og þróun. Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök...

Ráðgjöf um þróun starfsferils

Í nýjustu grein Gáttar er umfjöllun um ráðgjöf varðandi þróun starfsferils í Noregi. Þar hefur systurstofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Kompetanse Norge, verið falin tvö umfangsmikil og mikilvæg verkefni; annarsvegar ráðgjöf við þróun starfsferils...

Hvatning til náms

Líta má á hvatningu sem kveikju og stundum afgerandi þátt í því að koma á hæfniþróun – bæði frá sjónarhorni atvinnurekandans og starfmannsins. Hvað hvetur starfsfólk og atvinnurekendur til þess að þróa hæfni sína? Hvað hindrar og hvaða þættir stuðla að velgengni...

Norðmenn gerðu það – hvert stefnum við?

Í nýjustu grein í Gátt fjallar Arnar Þorsteinsson, starfsmaður hjá FA á sviði upplýsingakerfa um nám og störf, um aðgerðir Norðmanna er varða ráðgjöf um náms- og starfsval. Árið 2016 var mörkuð stefna fyrir heildstætt kerfi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar í...

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda