Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Snepill um raunfærnimat

Nýr Snepill er kominn út þar sem fjallað er um raunfærnimat. Þar er sagt frá nýju verkefni við að gera allt ferli raunfærnimats rafrænt og tengja við INNU. Verkefnið er samstarfsverkefni IÐUNNAR og Advania, en FA og Menntamálastofnun koma að verkefninu. Einnig er...

Forréttindi að sinna fullorðnu fólki

Er yfirskrift nýjustu greinarinnar í Gátt. Þar lýsir náms-og starfsráðgjafinn Hrönn Grímsdóttir starfi sínu hjá Austurbrú. Þar hefur Hrönn sinn fullorðnum síðastliðin 3 ár en þar á undan hafði hún einnig sinnt náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskóla.  Náms- og...

Snepill um náms- og starfsráðgjöf

Nýr Snepill er kominn út. Þar er fjallað um það sem er efst á baugi varðandi náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslu og þróun í þeim málaflokki. Meðal annars er fjallað um nýung í skráningu rafrænna viðtala, uppfærslu á heimasíðunni og Næsta skref. Snepill er...

Er raunfærnimat líka fyrir innflytjendur?

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um Viska verkefnið. Helen Gray og Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir hjá IÐUNNI fræðslusetri miðla reynslu af verkefninu og svara þar spurningunni í yfirskrift greinarinnar: Er raunfærnimat líka fyrir innflytjendur? Greinin fjallar um...