Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.
Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) er samstarfsvettvangur fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum.

Fréttir

Tími á miðlæga, rafræna miðstöð náms- og starfsráðgjafar?

Í nýjustu greininni í Gátt skrifar Arnar Þorsteinsson um rafræna náms- og starfsráðgjöf. Hún hefur verið aðgengileg bæði í Danmörku og Noregi í tengslum við upplýsingasíður um nám og störf. Danir hafa lengi boðið upp á ráðgjöf í beinum tengslum við upplýsingasvæðið...

Ný útgáfa af Næsta Skref

Ný útgáfa af vefnum Næsta Skref er kominn í loftið. Miklar endurbætur voru unnar á samspili fjölda náms- og starfslýsinga, kerfi fyrir námsleiðir símenntunarmiðstöðva, skimunarlistum í raunfærnimati og viðmóti áhugakönnunar. Allt þetta ætti að skila mun betri...

Smiðjan sem velti þungu hlassi

Í nýrri grein í Gátt fallar Bryndís Kristín Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans á Norðurlandi Vestra um vel heppnaða framkvæmd á kennslu í Matarsmiðju - beint frá býli. Smiðjan var ætluð bændum á svæðinu og tóku 20 manns þátt. Þetta var upphafið af fleiri...

Ný skýrsla frá NVL-neti um þróun heildrænnar hæfnistefnu

NVL-netið um hæfni í í atvinnulífinu leggur til að aðilar atvinnulífsins komi í samstarfi við stjórnvöld að mótun heildstæðrar langtíma hæfnistefnu þjóðar. Efla þarf tækifæri starfsfólks til þess að takast á við örar breytingar og til þess að geta verið lengur á...