Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu
Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.
Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar
Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.
Fréttir
Er framhaldsfræðslan í takt við tímann?
Ný grein í Gátt er unnin upp úr ávarpi Karls Rúnars Þórssonar, formanns stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á ársfundinum 2020. Þar er fjallað um stöðuna á árinu, fjórðu iðnbyltinguna og áhrif Covid 19 á starfsemi FA og samstarfsaðilanna, fræðslu- og...
Nýr framkvæmdastjóri FA
Sigríður Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni. Sigríður hefur starfað í mannauðs- og fræðslumálum um árabil en hún starfaði áður hjá Eimskip sem fræðslu- og...
Þjálfun vegna raunfærnimats
Rafrænt námskeið verður haldið 9. og 10. febrúar 2021 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á rafrænt námskeið um raunfærnimat dagana 9. og 10. febrúar 2021 ef næg þátttaka næst. Námskeiðin eru ætluð fagaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og...
Verkfæri framhaldsfræðslunnar: námsleiðir
Námskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Við hönnun námsins hefur FA það að leiðarljósi að námið sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Því er byggt á...