Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.
Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) er samstarfsvettvangur fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum.

Fréttir

Stafræn hæfni – skrefi nær

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, fjallar Júlía Hrönn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri stafrænnar fræðslu hjá Starfsmennt, fræðslusetri, um námsefni tengdu Stafræna hæfnihjólinu. Stafræna hæfnihjólið var unnið af VR eftir danskri fyrirmynd...

Málstofa um viðhorf ungs fólks til starfa

Þann 8. mars n.k. stendur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir spennandi málstofu þar sem Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar um Viðhorf ungs og lítt menntaðs fólks til...

Kynbundið nám í framhaldsfræðslunni

Í nýjustu greininni í Gátt, fjallar Arna Jakobína Björnsdóttir um kynjahalla í framhaldsfræðslunni. Greinin byggir á MA ritgerð Örnu í náms- og starfsráðgjöf árið 2019. Í greininni kemur fram að konur eru í miklum meirihluta í óformlegu starfsnámi en karlar fara...

Ófaglærð ungmenni vilja mennta sig meira

Í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við dr. Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur og rannsókn hennar, sem hún vinnur ásamt alþjóðlegu teymi, á viðhorfum ungs fólks til starfa, starfsvilja og starfsfeils, einkum í ljósi breytinga sem nú einkenna atvinnulífið. Guðbjörg rannsakaði...