Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu
Hlutverk okkar er að veita markhópnum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Það gerum við meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi og efla ráðgjöf um nám og störf. Við leggjum mikla áherslu á að taka þátt í erlendu samstarfi þannig að við getum miðlað áfram því sem er efst á baugi, til íslenskra samstarfsaðila. Allt okkar starf miðast að hagsmunum atvinnulífsins og markhópsins.
Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar
Fréttir
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til nýsköpunar- og þróunarverkefna
Forgangssvið við úthlutun í ár eru: Efling starfs- og tæknináms í framhaldsfræðslu.Þróun starfstengds tungumálastuðnings í framhaldsfræðslu.Stafræn og/eða græn hæfniuppbygging í framhaldsfræðslu. Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum...
Símenntun á krossgötum
Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað og eru framundan í símenntun á Íslandi. En greinin er byggð á opnunarávarpi Eyjólfs Sturlaugssonar, formanns Kvasis og framkvæmdastjóra...
Rafræn ferilbók: grundvallarbreyting á þjónustu við starfsnámsnemendur
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um Rafræna ferilbók sem er nýjung og bylting á þjónustu við nemendur í starfsnámi. Miklar breytingar eru að verða á vinnumarkaðnum og er menntakerfið á Íslandi að bregðast við með ýmsum hætti. Rafræn ferilbók er liður í því....
Spennandi málstofa um viðhorf ungra fullorðinna til starfa
Þann 8. mars síðastliðinn tóku um 70 manns virkan þátt í fróðlegri málstofu á vefnum þar sem Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar: Viðhorf ungs og lítt menntaðs fólks...