Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er veftímarit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Hæfni er grunnur að gæðum

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um skýrsluna Hæfni er grunnur að gæðum sem unnin var af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í víðtæku samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu. Starfsmenn Hæfniseturs ferðaþjónustunnar vinna að því að kynna skýrsluna og niðurstöður hennar. Þegar...

Skapandi vinnustofa um heimsmarkmiðin

Þann 10. október stóðu mennta- og menningarmálaráðuneytið, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir skapandi vinnustofu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 4.7 um aðgengi allra til menntunar 2030. Vinnustofan var liður...

GÁTT FER Í LOFTIÐ Á NÝJUM VEF

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnir nýja útgáfu af Gátt – veftímariti um fullorðinsfræðslu. Markmiðið með Gátt er að efla umræðu um framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði. Veftímaritið er vettvangur fyrir miðlun þekkingar og reynslu og þar eru kynningar á því sem...

Evrópsku starfsmenntavikunni á Íslandi ýtt úr vör

Evrópsku starfsmenntavikunni á Íslandi verður ýtt úr vör nk. mánudag, 14. október. Af því tilefni er blásið til stuttrar málstofu í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fulltrúar starfsmenntaaðila og nemendur í starfsmenntun flytja stutt ávörp og mennta- og...

Skipholti 50b 105 Reykjavík
599 1400
frae@frae.is
Opið alla virka daga frá 8-16
*Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda