Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk okkar er að veita markhópnum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Það gerum við meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi og efla ráðgjöf um nám og störf. Við leggjum mikla áherslu á að taka þátt í erlendu samstarfi þannig að við getum miðlað áfram því sem er efst á baugi, til íslenskra samstarfsaðila. Allt okkar starf miðast að hagsmunum atvinnulífsins og markhópsins.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Veftímarit um fræðslumál fullorðinna og menntun á vinnumarkaði.

Samstarfsverkefni til að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.

Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Tengslanet og samstarfs- vettvangur fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum.

Fréttir

Símenntun á krossgötum

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað og eru framundan í símenntun á Íslandi. En greinin er byggð á opnunarávarpi Eyjólfs Sturlaugssonar, formanns Kvasis og framkvæmdastjóra...

Spennandi málstofa um viðhorf ungra fullorðinna til starfa

Þann 8. mars síðastliðinn tóku um 70 manns virkan þátt í fróðlegri málstofu á vefnum þar sem Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar: Viðhorf ungs og lítt menntaðs fólks...