Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er ársrit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Lokun vegna sumarleyfa

Skrifstofa Fræðsluðmiðstöðvar atvinnulífsins er lokuð frá 22. júlí til og með 5. ágúst 2019 vegna sumarleyfa. Njótið sumarsins! Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Nýr Snepill

Nýr Snepill er kominn út. Þar er að finna fréttir af raunfærnimati. Þar er fjallað um þjálfun í aðferðafræði raunfærnimats sem fer fram í október n.k., breytingar á starfsmönnum í raunfærnimatsteymi FA og þróunarverkefnið Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins...

Þjálfun vegna raunfærnimats – Námskeið

Þjálfun vegna raunfærnimats – Námskeið 15. - 16. október 2019 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat  15. - 16. október 2019. Námskeiðin eru ætluð fagaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnastjórum sem koma að...

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is