Select Page

Hæfnigreiningar

Ráðgjöf

Leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu

Hlutverk FA er að veita markhópi sínum, fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. FA sinnir því markhópnum meðal annars með því að greina hæfnikröfur starfa, vinna að þróun raunfærnimats, auka framboð á vottuðu námi, efla náms- og starfsráðgjöf, miðla upplýsingum um árangur starfsins og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Á meðal verkefna Fræðslumiðstöðvarinnar

Gátt er ársrit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfs­verkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.
Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.

Fréttir

Norræn vinnusmiðja ætluð ungu fólki

Þann 10. október n.k. verður haldin norræn vinnusmiðja ætluð ungu fólki um hvernig hægt er að styðja við sjálfbæra símenntun. Smiðjan er ætluð ungu fólki (18-30 ára) sem hefur verið skapandi í sínum náms- og starfsferli og þurft að leita margvíslegra leiða. Að...

Vel sótt námskeið um hæfnigreiningar

Í liðinni viku hélt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) námskeið fyrir verðandi umsjónarmenn hæfnigreininga með góðri þátttöku fulltrúa samstarfsaðila víða af landinu en hæfnigreiningar eru bæði unnar hjá FA og samstarfsaðilum. Niðurstöður hæfnigreininga má nýta með...

Vestfirðingar fagna

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fagnaði tuttugu ára starfsafmæli í lok ágúst sl. Fjöldi manns heimsótti Fræðslumiðstöð Vestfjarða af þessu tilefni, eða hátt á annað hundrað manns, hlýddu á ávörp og þáðu veitingar í boði miðstöðvarinnar. Sveinn Aðalsteinsson,...

NVL með málstofu um íslenskukennslu

Alfaráðið og NVL héldu málstofu fyrir kennara sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku sem annað mál 23. ágúst sl.  NVL stendur fyrir Nordisk Netværk for Voksnes Læring eða norrænt net um fullorðinsfræðslu. Alfaráðið starfar undir NVL og sinnir verkefnum á sviði...

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is