Select Page

Hæfnigreiningar

Hæfnigreiningar

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur það hlutverk að skilgreina námsþarfir markhóps framhaldsfræðslunnar í samstarfi við atvinnulíf og fræðsluaðila.

FA hefur þróað aðferð við hæfnigreiningar með virkri aðkomu atvinnulífsins. Niðurstöður hæfnigreininga kallast starfaprófílar og innihalda skilgreiningu á starfi og hæfnikröfur sem nýtast bæði sem viðmið í námskrám og í raunfærnimati. Unnið er eftir einföldu, skipulögðu ferli með þátttöku 10 – 20 manns sem þekkja vel til viðkomandi starfs.

Greiningaraðferðin byggir á þrepaskiptum hæfniþáttum þar sem búið er að skilgreina á hlutlægan hátt þá persónulegu og faglegu hæfni sem  máli skiptir á vinnumarkaði. Hæfni­þættirnir eru frá kanadísku ráðgjafafyrirtæki, Human Resource Systems Group (www.hrsg.ca). Í hæfnigrunni FA er haldið utan um hæfniþætti sem hafa verið þýddir á íslensku og staðfærðir, ásamt niðurstöðum hæfnigreininga. Lögð er áhersla á áframhaldandi þróun hæfnigrunnsins í takt við íslenskar aðstæður.

Ef vitnað er í efni um hæfnigreiningar á heimasíðu FA ber að geta heimilda

Nánari upplýsingar varðandi hæfnigreiningar FA

Beiðnir og skilmálar

Hæfnigreiningar eru ýmist unnar af FA eða samstarfsaðilum sem sótt hafa viðeigandi fræðslu. Sækja þarf um á eyðublöðum sem fást hér:

Útfylltar beiðnir sendast á frae@frae.is