Select Page

Raunfærnimat

Raunfærni og raunfærnimat

Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni, sem hann býr yfir á ákveðnum tíma, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann eða öðlist framgang í starfi. Raunfærnimatið staðfesti hans hæfni.

Raunfærnimat hefur verið í þróun víða um heim síðustu áratugi. Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Holland eru oft nefnd sem leiðandi lönd í málaflokknum og er sífellt meiri áhersla lögð á raunfærnimat í Evrópu. Hugmyndafræðin um raunfærni og raunfærnimat er því alþjóðleg.

Raunfærnimat hefur sífellt fengið meira vægi með opnari aðgengi að þekkingu, sveigjanleika á vinnumarkaði og þörf fyrir sýnileika þekkingar. Einfalt er að tengja verkfærið við hugtakið Ævinám.

Hvað er raunfærnimat?
Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður.  Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

Nánari upplýsingar hér.

Hvar er hægt að fara í raunfærnimat?

Einfaldasta leiðin fyrir einstakling til að fá upplýsingar um raunfærnimat er að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem starfa á símenntunarmiðstöð í hans heimabyggð. Frekari upplýsingar má nálgast á vefnum Næsta skref eða hér.

Raunfærnimat í framkvæmd árið 2020
Raunfærnimatsverkefni 2020 – fjármögnuð af Fræðslusjóði
Raunfærnimatsverkefni Framkvæmdaraðili Raunfærnimats
Almenn starfshæfni SÍMEY
Almenn starfshæfni Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi
Almenn starfshæfni MÍMIR – Símenntun
Almenn starfshæfni Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Almennar bóklegar greinar Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Almennar bóklegar greinar MÍMIR – Símenntun
Blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun IÐAN
Búfræði Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Fagnám verslunar og þjónustu Mímir – Símenntun
Ferðaþjónn Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi
Fisktækni SÍMEY
Fiskvinnsla og fiskeldi Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Framreiðsla IÐAN
Hársnyrtiiðn IÐAN
Húsasmíði, málaraiðn og pípulagnir IÐAN
Iðngreinar í samstarfi við IÐUNA Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Iðngreinar í samstarfi við IÐUNA Viska – Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja
Iðngreinar í samstarfi við IÐUNA Austurbrú
Iðngreinar í samstarfi við IÐUNA Farskólinn- miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Löggildar iðngreinar IÐAN
Matartækni SÍMEY
Matartækni Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi
Matsveinn SÍMEY
Rafiðngreinar RAFMENNT
Rafiðngreinar Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Skipstjórn Viska – Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja
Skipstjórn í samstarfi við Visku Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Skipstjórn í samstarfi við Visku MÍMIR – Símenntun
Skipstjórn í samstarfi við Visku Þekkinganet Þingeyinga
Skipstjórn í samstarfi við Visku Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Þjónustubrautir* Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Þjónustubrautir* Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi
Þjónustubrautir* Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Þjónustubrautir* MÍMIR – Símenntun
Þjónustubrautir* Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Þjónustubrautir* Þekkinganet Þingeyinga
Þjónustubrautir* Farskólinn- miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Tölvubraut Upplýsingatækniskólans Framvegis miðstöð símenntunar
Verslunarfulltrúi Símenntunarmiðstöð Vesturlands

* Þjónustubrautir er samheiti yfir félagsliðabraut, leikskólaliðabraut, stuðningsfulltrúanám og félagsmála- og tómstundarnám.