Afurð hæfnigreiningar kallast starfaprófíll og hann inniheldur:
- Stutta skilgreiningu á starfinu.
- Lista yfir helstu viðfangsefni starfsins.
- Önnur mikilvæg atriði.
- Lista yfir þá hæfniþætti sem eru mikilvægastir til að inna starfið af hendi á árangursríkan hátt, ásamt lýsingu á hæfninni á viðeigandi þrepi.
Til að undirbúa starfsfólk fyrir viðkomandi starf má byggja nám á hæfnikröfum sem lýst er í starfaprófíl sem einnig nýtast sem grunnur að viðmiðum við raunfærnimat.
Þrep hæfniþáttanna gefur til kynna hvar nám myndi flokkast í hæfniramma um íslenska menntun.
FA safnar starfaprófílum í eigin hæfnigrunn en í hann fara aðeins niðurstöður sem hafa fengist með aðferðum og verkfærum FA.
Nýr starfaprófíll er yfirfarinn að fimm árum liðnum og í framhaldinu á þriggja ára fresti.