• Forsidans
  • Forsidas

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Menntun á vinnumarkaði

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur m.a. samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Eitt af meginhlutverkum FA er að semja námsskrár og námslýsingar fyrir fullorðinsfræðslu. Námsleiðir FA eru fjölbreyttar og mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja og þörfum atvinnulífsins

Námsskrár

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námsskrár sem eru vottaðar af menntamálaráðuneytinu. Námsskrár þessar má meta til styttingar náms í framhaldsskóla. Sjá meira

Ráðgjöf

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur haft umsjón með þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn í samstarfi við fræðsluaðila í samstarfsneti FA um land allt. Sjá meira

Raunfærnimat

Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður.  Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Sjá meira

Fræðslusjóður

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans, sbr. 10 gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Sjá meira

Hæfnistefna til hvers?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl.13:15 - 16:30.

Allir velkomnir, en við viljum biðja þá sem vilja taka þátt að skrá sig hér

Yfirskrift fundarins er Hæfnistefna til hvers? Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Aðalfyrirlesari verður Gina Lund, framkvæmdastjóri Færnistofnunarinnar i Noregi (Kompetanse Norge) sem kynnir vinnu við mótun hæfnistefnu Norðmanna sem og stefnuna sjálfa en erindi hennar verður á ensku. Hægt er að skoða stefnuna hér. Þá verða fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Dagskrána er að finna hér. 

Lesa frétt

,,Ég er ekki ennþá heima bara"

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL) 

Goaesb Goal

Dagsetning: 14. desember 2017 kl. 9:00 - 12:00

Staður: Golfskálinn í Garðabæ - GKG golf, Vífilsstaðavegi 210 Garðabæ

Lokaráðstefna  Evrópuverkefnisins "Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna" (Guidance and Orientation for Adult Learners ― GOAL) verður haldin 14. desember n.k. Í verkefninu var unnið að því að undirbúa og framkvæma stefnumótandi tilraun þar sem náms- og starfsráðgjöf fyrir jaðarhópa/ fólk sem sækir síður í nám var þróuð og árangur af henni metinn. 

Lesa frétt