Ferðalag einstaklings milli raunfærnimats og námsleiða FA

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um tölfræði framhaldsfræðslunnar frá árunum 2017 – 2022 fyrir raunfærnimat og námsleiðir og skoðað í hve miklum mæli einstaklingar ferðast á milli þessarar tveggja leiða. Niðurstöður sýna að þónokkuð er um að einstaklingar sæki sér bæði raunfærnimat og námsleið innan framhaldfræðslunnar, en um fjórðungur þeirra sem fór í […]
Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 28. og 29. nóvember

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi 28. og 29. nóvember 2023. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, ráðgjöfum og verkefnastjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda.Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skipholti […]
Uppfærð útgáfa af Evrópskum leiðbeiningum um raunfærnimat

Evrópskar leiðbeiningar um mat á óformlegu og formlausu námi (raunfærnimat) hafa nú verið uppfærðar. Þær eru ætlaðar öllum sem koma að því að undirbúa, þróa og framkvæma raunfærnimat sem innblástur og stuðningur. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að einstaklingurinn sé í forgrunni í öllu ferlinu og að brugðist sé við þörfum og markmiðum. Þær […]
Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 16. og 17. mars

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur námskeið um raunfærnimat dagana 16. og 17. mars, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað verkefnastjórum, matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum/ráðgjöfum og öðrum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði FA, Skipholti 50b. þriðju hæð og hefst kl. 10.15 fyrri […]
Faðir raunfærnimats

Í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við Jens Bjørnåvold sem er að margra mati faðir raunfærnimats þó hann vilji síður taka við þeirri nafnbót. Í viðtalinu nefnir hann að mat á raunfærni tengist breytingu á hugarfari frá kennslu yfir í hæfniviðmið. Áhrifa þessarar breytingar gætti í auknum mæli í evrópskri stefnumótun og að ýmsu leiti […]
Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]
Raunfærnimat í almennri starfshæfni

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um athyglisverða rannsókn á raunfærnimati í almennri starfshæfni sem Steinunn Björk Jónatansdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum vann. Rannsóknin, sem unnin var fyrir meistaraverkefni, sýndi m.a. fram á að raunfærnimat í almennri starfshæfni virkaði valdeflandi á þátttakendur og hjálpaði þeim verulega að átta sig á […]
Raunfærnimat í skipstjórn – þróun og framkvæmd

Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Sólrún Berþórsdóttir, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, um raunfærnimat í Skipstjórn. Viska hefur séð um þróun og framkvæmd raunfærnimats í Skipstjórn sem hófst árið 2013. Alls hafa tæplega 250 manns farið í gegnum raunfærnimat í Skipstjórn frá árinu 2013. Lesið um þetta […]
Nýjum áskorunum á vinnumarkaði mætt með raunfærnimati

Alþjóðleg ráðstefna (VPLBiennale) um leiðir til að gera hæfni sýnilega og raunfærnimat fór fram í Reykjavík dagana 19. og 20. maí sl. Mikil aðsókn var í ráðstefnuna þar sem um 250 þátttakendur frá 27 löndum komu saman til að fá innblástur af erindum og taka þátt í umræðum um þróun raunfærnimats. Um 50 manns fylgdust með […]
Raunfærnimat til styttingar á námi

Raunfærnimat á móti námsleiðum framhaldsfræðslu Metið er á móti námsleiðum framhaldsfræðslu og hæfniviðmið námsþátta lögð til grundvallar. Námsþáttum sem lokið er með raunfærnimati hafa sama gildi og námsþættir sem lokið er með námi. Að loknu raunfærnimati eru metnir námsþættir skráðir í INNU en þátttakandi líkur þeim námsþáttum sem ekki voru metnir hjá símennunarmiðstöðvum. Þegar öllum […]