Raunfærnimat til styttingar á námi

Raunfærnimat á móti námsleiðum framhaldsfræðslu 

Metið er á móti námsleiðum framhaldsfræðslu og hæfniviðmið námsþátta lögð til grundvallar. Námsþáttum sem lokið er með raunfærnimati hafa sama gildi og námsþættir sem lokið er með námi. 

Að loknu raunfærnimati eru metnir námsþættir skráðir í INNU en þátttakandi líkur þeim námsþáttum sem ekki voru metnir hjá símennunarmiðstöðvum. Þegar öllum námsþáttum sem eftir standa er lokið, fær þátttakandi staðfestingu á að námsleið sé lokið. 

Raunfærnimat á móti námskrám framhaldsskóla 

Metið er á móti námskrá framhaldsskóla og hæfniviðmið áfanga lögð til grundvallar. Áfangar sem lokið er með raunfærnimati hafa sama gildi og áfangar sem lokið er með námi. 

Að loknu raunfærnimati eru metnir áfangar skráðir í INNU en þátttakandi líkur þeim áföngum sem ekki voru metnir í skóla. Þegar öllum áföngum sem eftir standa er lokið, fær þátttakandi staðfest námslok á hæfniþrepi. 

Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar um raunfærnimat til styttingar á námi
Raunfærnimat á móti námi í háskóla 

Þróunarverkefni hafa verið unnin, bæði innlend og erlend til að prufa aðferðafræði við að meta á móti hæfniviðmiðum áfanga og stytta háskólanám fólks sem því nemur. Einnig hefur verið horft til aðferðafræðinnar varðandi inntöku á námsbrautir. Háskóli Íslands vinnur nú að verkefni sem nýta á sem fyrirmynd fyrir frekari dreifingu aðferðafræðinnar innan háskólanna. FA er ráðgefandi í því ferli og þjálfar fagaðila.

Dæmi um verkefni sem sett hafa verið upp í gegnum samstarf og byggjast á aðferðafræði raunfærnimats í takt við reglugerð 1163:  

Leikskólakennararfræði í Háskóla Íslands 

Mikill áhugi fyrir raunfærnimati í leikskólakennarafræði | Háskóli Íslands

Grunnnám í Listaháskóla Íslands 

Fjölmiðlafræði í Háskólanum á Akureyri 

Á vefnum Næsta skref má finna nánari upplýsingar um það raunfærnimat sem er í boði hverju sinni:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar