Nýju verkefni er ætlað að gera allt nám sýnilegra  

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um nýtt verkefni þar sem kannað er hvernig hægt er að færa hæfni af ólíku tagi í hæfnirammana og um leið tengja þá evrópska viðmiðunarrammanum. Í verkefninu er ennfremur kannað á hvaða hátt er hægt að tengja hæfniramman raunfærnimati. Lesið um verkefnið á vef Gáttar:

Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat í Reykjavík í maí 2022

Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat – Reykjavík 19. og 20. maí 2022 Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð hvar þess hefur verið aflað. Ráðstefnan er suðupottur fyrir þróun raunfærnimats og […]

Hvers vegna verðum við að kunna að reikna?

Í nýrri grein í Gátt er umfjöllun um grunnleikni, nánar tiltekið talnaleikni. Viðmælendur eru Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður Hringsjá og Halldór Þorsteinsson stærðfræðikennari. Halldór hefur náð góðum árangri og hann veitir lesendum innsýn í aðferðirnar sem hann beitir við kennsluna. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi frá NVL en hún er skrifuð fyrir greinasafn grunnleikninet NVL. […]

Hvatt til samstarfs og aðgerða á ársfundi FA

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, opnaði ársfund Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór á dögunum. Var það vel við hæfi á þessum tímamótum, þar sem FA heyrir nú undir nýtt ráðuneyti og á 20 ára afmæli í ár. Á fundinum var  kallað eftir víðtæku samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um framtíð framhaldsfræðslukerfisins í takt […]

Bætum íslenskunám og aðlögun fullorðinna

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um verkefnið Virkni og vellíðan í Reykjanesbæ. Liður í því að efla færni fólks á vinnumarkaði er að bæta kennslu í íslensku sem annað mál og virkja þá sem hafa hafa flust til landsins í von um betri lífsafkomu. Í nýrri grein í Gátt  er dæmi um  Í […]

María Sigurðardóttir og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson hljóta viðurkenningu fyrirmyndir í námi fullorðinna

Viðurkenning til fyrirmynda í námi fullorðinna var veitt við hátíðlega athöfn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór í dag. María Sigurðardóttir og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson hljóta viðurkenninguna að þessu sinni. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni eftir þátttöku í úrræðum FA, sýnt framúrskarandi árangur, frumkvæði, kjark og náð […]

Elska þetta starf!

„Við höfum lagað starfsemina að þörfum samfélagsins, við höfum lært að vera sveigjanleg og hlusta á þarfir íbúa og atvinnulífsins. Ég hef starfað hjá MSS í átta ár og á þeim tíma hefur starfið þróast töluvert sem mér finnst mjög athyglisvert og viðheldur brennandi áhuga,” segir Steinunn Björk, deildarstjóri fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá MSS. […]

Ársfundur FA: Tökum næsta skref!

Samstarf um skýra hæfnistefnu  3. FEBRÚAR 2022 kl. 10-11:30 Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) verður haldinn í samstarfi við NVL fimmtudaginn 3. febrúar 2022, undir yfirskriftinni Tökum næsta skref – Samstarf um skýra hæfnistefnu.  Á fundinum verður leitast við að varpa ljósi á mikilvægi víðtæks samstarfs mennta- og atvinnulífs við gerð hæfnistefnu. Ákvörðun um stefnumörkun liggur fyrir í aðgerðaráætlun með menntastefnu 2020-2030 en hvað þarf til svo að vel […]

Hildur Betty Kristjánsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Hildur Betty hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) frá 1. febrúar nk. Hún tekur við starfinu af Sigríði Guðmundsdóttur sem hverfur til annarra starfa.   Hildur Betty hefur starfað við menntamál í 25 ár og þar af í 15 ár á sviði fullorðinsfræðslu. Hún leggur nú stund á doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands […]

Heildstæð námslína í ferðaþjónustu, fyrsta sinnar tegundar

Fréttir

Í nýrri grein í Gátt fjallar Haukur Harðarsson um nýja heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum. Námskráin er unnin í samstarfi Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Um er að ræða þrjár námslínur í ferðaþjónustu sem er fyrsti hluti heilstæðrar námslínu á öllum skólastigum. Ferðaþjónustan hefur orðið hart úti á tímum heimsfaraldursins. Því er brýnt að beita […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar