Uppfærð útgáfa af Evrópskum leiðbeiningum um raunfærnimat 

Evrópskar leiðbeiningar um mat á óformlegu og formlausu námi (raunfærnimat) hafa nú verið uppfærðar. Þær eru ætlaðar öllum sem koma að því að undirbúa, þróa og framkvæma raunfærnimat sem innblástur og stuðningur. 

Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að einstaklingurinn sé í forgrunni í öllu ferlinu og að brugðist sé við þörfum og markmiðum. Þær veita innsýn í aðferðafræði raunfærnimats og umsjón með framkvæmd. 

Þetta er þriðja útgáfa leiðbeininganna sem byggja á tilmælum Evrópusambandsins frá 2012 um raunfærnimat. Þær eru niðurstaða þriggja ára ferlis þar sem samráð var haft við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga. 

Frá því vinna við kerfi á landsvísu hófst hér á landi á vettvangi framhaldsfræðslunnar hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins haft Evrópuleiðbeiningarnar að leiðarljósi til að varða gæði og efla traust.

Hér má nálgast leiðbeiningarnar.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar