Raddir innflytjenda

Ísland hefur á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera einsleitt samfélag í fjölmenningarlegt. Rúmlega 60.000 innflytjendur eru í landinu í dag, eða tæplega 17% þjóðarinnar. Það er því krefjandi verkefni að taka sem best á móti fólki sem vill setjast að hér á landi. Nú er hafin könnun á landsvísu meðal ungra innflytjenda á aldrinum 18-35 ára til að draga fram þeirra sjónarhorn á stöðu mála. Niðurstöður verða ræddar á norrænni ráðstefnu í Reykjavík í maí. Vinnan tengist því að Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og hafa stjórnvöld ákveðið að leggja þunga áherslu á samþættingu ásamt öðrum mikilvægum sviðum sem ráðherranefndin hefur valið að setja í forgang til ársins 2030.

Í nýrri grein í veftímaritinu GÁTT er fjallað um þörf á nýjum viðhorfum til tungumálakennslu, aukið aðgengi að kennslu og betra samstarf á milli vinnumarkaðar og skóla. Kemur meðal annars fram sú skoðun að minni áherslu eigi að leggja á málfræði en aukna á hagnýta málnotkun!

Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar