Elska þetta starf!
„Við höfum lagað starfsemina að þörfum samfélagsins, við höfum lært að vera sveigjanleg og hlusta á þarfir íbúa og atvinnulífsins. Ég hef starfað hjá MSS í átta ár og á þeim tíma hefur starfið þróast töluvert sem mér finnst mjög athyglisvert og viðheldur brennandi áhuga,” segir Steinunn Björk, deildarstjóri fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá MSS. […]
Ársfundur FA: Tökum næsta skref!
Samstarf um skýra hæfnistefnu 3. FEBRÚAR 2022 kl. 10-11:30 Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) verður haldinn í samstarfi við NVL fimmtudaginn 3. febrúar 2022, undir yfirskriftinni Tökum næsta skref – Samstarf um skýra hæfnistefnu. Á fundinum verður leitast við að varpa ljósi á mikilvægi víðtæks samstarfs mennta- og atvinnulífs við gerð hæfnistefnu. Ákvörðun um stefnumörkun liggur fyrir í aðgerðaráætlun með menntastefnu 2020-2030 en hvað þarf til svo að vel […]
Hildur Betty Kristjánsdóttir nýr framkvæmdastjóri
Hildur Betty hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) frá 1. febrúar nk. Hún tekur við starfinu af Sigríði Guðmundsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Hildur Betty hefur starfað við menntamál í 25 ár og þar af í 15 ár á sviði fullorðinsfræðslu. Hún leggur nú stund á doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands […]
Heildstæð námslína í ferðaþjónustu, fyrsta sinnar tegundar
Í nýrri grein í Gátt fjallar Haukur Harðarsson um nýja heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum. Námskráin er unnin í samstarfi Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Um er að ræða þrjár námslínur í ferðaþjónustu sem er fyrsti hluti heilstæðrar námslínu á öllum skólastigum. Ferðaþjónustan hefur orðið hart úti á tímum heimsfaraldursins. Því er brýnt að beita […]
Stafræni hæfniklasinn
Í nýrri grein í Gátt er fjallað um Stafræna hæfniklasann sem var stofnaður af Samtökum verslunar og þjónustu og VR í samstarfi við Háskólann í Reykjavík með styrk frá þremur ráðuneytum. Markmið Stafræna hæfniklasans er að efla stafræna færni, auka meðvitund og skilning á stafrænum umbreytingunni meðal stjórnenda og starfsmanna á vinnumarkaði. Í greininni er […]
Jólakveðja
Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð frá og með 24. desember og milli jóla og nýjárs. Skrifstofan opnar á hefðbundnum tíma mánudaginn 3. janúar 2022. Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.