Áhugaverðar vefstofur á vegum Norræns nets um grunnleikni í samstarfi við FA

Framundan eru tvær vefstofur á vegum NVL (Nordisk Netwærk for Voksens Læring) þar sem greinar um grunnfærni og starfræna tækni í kennslu verða kynntar annarsvegar og um námsframboð fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki hinsvegar.

Fyrri vefstofa verður þann 28. september, kl. 9 -10.05 og þar verður fjallað um tvær greinar : Stafrænt líf (frá Svíþjóð) – og – Umsjónarkennarar aðstoða starfsfélaga í að auka stafræna hæfni sína (frá Finnlandi).

Seinni vefstofan verður þann 4.október, kl.9 – 9.40 og þar er umfjöllunarefnið: Hvernig náum við til þeirra sem þurfa að afla sér aukinnar færni í grunnleikni? Dæmi frá Danmörku

NVL Grunnleikninetið hefur gefið út áhugaverðar greinar um grunnleikni á Norðurlöndunum, hér má nálgast greinar sem þýddar hafa verið á íslensku á vef NVL. Fyrir neðan eru greinarnar sem birtar hafa verið í Gátt.

Boðið er upp á umræður við höfunda á báðum vefstofunum.

Inn á síðu nvl.org er slóð á upplýsingum um vefstofuna og skráningu. Viðburðurinn er á ensku þar sem höfundar greinanna eru frá Svíþjóð og frá Finnlandi.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar