Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Ein forsenda árangurs er stafræn umbreyting í þjónustu og sjálfvirknivæðing ferla, en þar eru Norðurlöndin komin vel á veg.
DigiNorden formennskuráðstefnan er haldin í Tromsø í Noregi og einnig í streymi. Ráðstefnan mun ræða hvernig hægt sé að bregðast við ýmsum áskorunum:
- Hefur starfskraftur á Norðurlöndunum þá hæfni sem krefst til að sinna breyttum verkefnum vegna stafrænnar umbreytingar?
- Hvernig getum við tryggt að stafræn umbreyting skapi ekki hindranir í atvinnulífi fyrir viðkvæma hópa samfélagsins?
- Hvernig getum við séð til þess að slíkar breytingar hafi ekki áhrif á samkeppnishæfni atvinnugreina sem ná ekki að ráða til sín starfskraft með hæfnina sem þarf til?
Skráningarfrestur er til 4. september 2022.
Nánari upplýsingar og skráningarhlekk má nálgast hér.