Starfsmennt hlýtur viðurkenningu fyrir færniuppbyggingu sérhæfðra þjónustufulltrúa
Viðurkenningar fyrir árangursrík verkefni í raunfærnimati voru veittar við hátíðlega athöfn á alþjóðlegri ráðstefnu sem fór fram á Grand hótel í dag. Fjögur verkefni hlutu viðurkenningu og var Starfsmennt eini íslenski fræðsluaðilinn þar á meðal. Til að bregðast við hröðum breytingum á vinnumarkaði kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins af stað tilraunaverkefni, í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og […]
Raunfærnimat í fisktækni
Í nýjustu grein Gáttar, vefrits um fræðslumál fullorðinna, fjallar Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá SÍMEY um raunfærnimat í fiskvinnslu. Verkefnið var unnið af SÍMEY í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjafirði, Fisktækniskóla Íslands og fleiri. Lesið um verkefnið á vef Gáttar:
Hvernig metum við það sem fólk kann?
Fróðleikur um raunfærnimat Hvað er raunfærnimat? Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í ólíku samhengi en ekki eingöngu í skóla. Raunfærnimat veitir staðfestingu á færni einstaklinga óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Niðurstöður raunfærnimats eru nýttar til að stytta nám eða sýna fram á […]
Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat – Reykjavík 19. og 20. maí 2022
Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð hvar þess hefur verið aflað. Ráðstefnan er suðupottur fyrir þróun raunfærnimats og fjallað verður um raunfærnimat í fjölbreyttu samhengi eftir ýmsum leiðum í […]
Gagnlegt að læra og þróa raunfærnimat saman
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er 20 ára í ár og í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við Fjólu Maríu Lárusdóttur og Hauk Harðarsson, sérfræðinga hjá FA þar sem þróun raunfærnimats er skoðað eins það hefur verið unnið í samstarfi við NVL, Norrænt net um nám fullorðinna. Samstarfsnet NVL um raunfærnimat hefur verið starfandi síðan NVL var […]
Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2021 er komin út
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, rýnir í framtíð framhaldsfræðslunnar í nýútkominni ársskýrslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Hann segir áhrif loftslagsbreytinga og fjórðu iðnbyltinguna vera stórar áskoranir fyrir vinnumarkaðinn sem kalla muni á fleiri tækifæri til endurmenntunar og grunnmenntunar, þá skipti ekki máli hvort það nám fari fram á vinnustað eða á vegum framhaldsfræðsluaðila. „Við stöndum […]
Stytting háskólanáms með raunfærnimati
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um tilraunaverkefni sem fór fram við Háskólann á Akureyri þar sem starfreynsla var metin til raunfærni við Fjölmiðlafræðibraut háskólans. Skoðað var hversu raunæhft væri að meta hæfni sem áunnist hefur á vinnumarkaði til ECST háskólaeininga með það í huga að stytta nám til háskólagráðu á grunnstigi. Lesið um […]