Greining á hæfnikröfum starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

 

Leiðarljós FA við hönnun á námi til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu er að námið sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Námið þarf að byggja á vandaðri greiningu á því hvaða hæfni starfið krefst og hvaða kröfur verða gerðar til starfsmanna í framtíðinni.

Ýmsar leiðir eru færar við að greina hæfnikröfur starfa en vandasamt getur verið að setja mælistiku á huglæga persónulega þætti eins og samskiptahæfni, frumkvæði eða þjónustulund. Góð persónuleg hæfni er þó eitt af því mikilvægasta hjá öflugum starfsmanni.

Hjá FA hefur á undanförnum misserum verið þróuð aðferð til að greina hæfnikröfur starfa. Greiningar­­aðferðin byggir á notkun þrepaskiptra hæfniþátta þar sem búið er að skilgreina á hlutlægan hátt þá persónulegu og faglegu hæfni sem skiptir megin máli á vinnumarkaði. Hæfni­þættirnir sem FA byggir greininguna á koma frá kanadísku ráðgjafafyrirtæki, Human Resource Systems Group (www.hrsg.ca).

Hæfnikröfur starfa eru einnig notaðar sem viðmið í raunfærnimati.

Kynningarefni um hæfnigreiningar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins má nálgast hér.