Almenn starfshæfni

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skilgreint 11 hæfniþætti sem saman mynda almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði. Þeir eru þrepaskiptir í samræmi við hæfniramma um íslenska menntun.

Þeir hæfniþættir sem mynda almenna starfshæfni eru úr hæfnigrunni FA.

Almenn starfshæfni er:
  • Sú hæfni sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði og þróast í starfi.
  • Mikilvæg í öllum störfum vinnumarkaðarins.
  • Yfirfæranleg og má flytja í annað samhengi og milli mismunandi starfa og starfsgreina.

Fyrir hin ýmsu störf eru að auki aðrar hæfnikröfur sem eru sértækar.

 

 

Nýting almennrar starfshæfni

Almenn starfshæfni kemur við sögu í öllum nýjum starfstengdum námskrám FA og unnin hafa verið raunfærnimatsverkefni þar sem starfshæfni fólks er metin. Sjá nánar á næstaskref.is

Með því að skilgreina almenna starfshæfni á hlutlægan hátt og gera hana mælanlega verður umræðan og notkunin gagnlegri fyrir einstaklinga, atvinnulíf og fræðslustofnanir.

Skilgreining viðmiða fyrir almenna starfshæfni var upphaflega unnin í samráði við aðila frá samtökum launafólks, stéttarfélögum, fyrirtækjum, Vinnumálastofnun, Kvasi og FA. Viðmiðin eru endurskoðuð reglulega og núverandi skilgreining var unnin í apríl 2021.

Fjöldi fólks hefur fengið almenna starfshæfni sína metna með raunfærnimati.

 

Hér má sjá lýsingu á öllum þáttunum og hæfniviðmið á þrepum 1-6:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar