Select Page

Hæfnigreiningar

Almenn starfshæfni

Með almennri starfshæfni er átt við þá hæfni sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf. Í öll störf á vinnumarkaði þarf almenna starfshæfni en fyrir hin ýmsu störf þarf að auki ýmsa sértæka hæfni.

Hjá FA var árið 2012 unnin skilgreining viðmiða fyrir almenna starfshæfni. Myndaður var hópur með þátttöku aðila frá samtökum launafólks, stéttarfélögum, fyrirtækjum, Vinnumálastofnun, Kvasi og FA til að yfirfara og staðfesta þau drög að sem þegar var farið að nota við hæfnigreiningar hjá FA.

Almenn starfshæfni kemur við sögu í öllum nýjum starfstengdum námsskrám FA og unnin hafa verið raunfærnimatsverkefni þar sem einstaklingar fengu metna starfshæfni sína. Með því að skilgreina almenna starfshæfni á hlutlægan hátt og gera hana mælanlega verður umræðan og notkunin gagnlegri fyrir einstaklinginn, atvinnulífið og fræðslustofnanir.

Þeir hæfniþættir sem mynda almenna starfshæfni eru úr hæfnigrunni FA. Þeir eru þrepaskiptir í samræmi við íslenskan viðmiðaramma um menntun.

Hæfniþættir í almennri starfshæfni:

 • Aðlögunarhæfni
 • Ábyrg nýting
 • Árangursrík samskipti
 • Jafnréttisvitund
 • Mat og lausnir
 • Samvinna
 • Skipulag og áætlanir
 • Starfsþróun og færniefling
 • Söfnun og úrvinnsla upplýsinga
 • Vinnusiðferði og gildi
 • Öryggisvitund
Hér má sjá lýsingu á öllum þáttunum og hæfniviðmið á þrepum 1-6

 

Grein í GÁTT 2014 um almenna starfshæfni