Fjölvirkjar

Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 13 eininga. Námið er ætlað lykilstarfsmönnum í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, sem vilja auka persónulega og faglega hæfni sína. Námskrá á pdf

Félagsliðagátt

Námskráin Félagsliðagátt lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1720 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.Námið er fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði með starfsreynslu sem jafngildir að lágmarki fullu starfi í eitt ár. Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða […]

Ferðaþjónusta –  Veitingasalur

Ferðaþjónusta –  Veitingasalur er 130 klukkustunda nám sem er 6,5 einingar á framhaldsskólastigi og er á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþjónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Þjónusta í veitingasal” en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu. Markmið námsins er […]

Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum

Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum er 130 klukkustunda nám sem er 6,5 einingar á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþjónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Móttaka á gististöðum“ en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu. Markmið námsins er að fólk […]

Ferðaþjónusta II

Ferðaþjónusta II er 100 klukkustunda nám sem er 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun, þó nokkrir námsþættir séu á þriðja hæfniþrepi. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám. Námið er framhald af námskránni Ferðaþjónusta I og er ætlað þeim sem sinna eða hafa […]

Ferðaþjónusta I

Ferðaþjónusta I er 100 klukkustunda nám sem er 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun, þó nokkrir námsþættir séu á öðru hæfniþrepi. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu og hafa hug á […]

Ferðaþjónn

Námskráin Ferðaþjónn lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er í 19 námsþáttum, er starfsnám að hluta, og ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa hug á að hefja þar störf. Heildarlengd námsins eru 680 klukkustundir þar sem starfsþjálfun er 400 klukkustundir. Mögulegt er að fá mat á námið til allt að […]

Fagnám fyrir starfsþjálfa

Fagnám fyrir starfsþjálfa er 170 klukkustunda nám á 2. til 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsþjálfi“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námslýsing

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 17 eininga. Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum en hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og er fullnægjandi undirbúningur fyrir framhaldsnám á leikskólabrú framhaldsskóla. Námskrá á pdf

Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu

Fagnámskeið fyrir starfsmenn félags- og heilbrigðisþjónustu er 210 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum eða öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Umönnun á hjúkrunarheimilum“, sem finna má hér Námskráin á […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar