Ferðaþjónusta I er 100 klukkustunda nám sem er 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun, þó nokkrir námsþættir séu á öðru hæfniþrepi. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu og hafa hug á að efla færni sína í að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum innan hennar.

Námið er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í starfi við ferðaþjónustu eða hafa hug á að sinna slíkum störfum. Markmið námsins er að fólk sem lýkur náminu verði fært um að starfa undir umsjón reyndari starfsmanna en með nokkru sjálfstæði í afmörkuðum viðfangsefnum við algeng störf sem tengjast móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðamanna og jafnframt að vera góður undirbúningur fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu eins og til dæmis fyrir nám samkvæmt námskánni Ferðaþjónusta II.

Námskráin á pdf

Námskráin í námskrárgrunni

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar