Nýr starfaprófíll – slökkvilið

Nýr starfaprófíll er nú aðgengilegur á heimasíðu FA. Þar er um að ræða störf slökkviliðsmanna en hæfnigreiningin var unnin fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig sátu í stýrihópi fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 16. og 17. mars

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur námskeið um raunfærnimat dagana 16. og 17. mars, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað verkefnastjórum, matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum/ráðgjöfum og öðrum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði FA, Skipholti 50b. þriðju hæð og hefst kl. 10.15 fyrri […]

Smiðja 1 – tvær nýjar námskrár

Ný námskrá úr smiðju FA hefur fengið vottun hjá Menntamálastofnun. Svo skemmtilega vill til að hún kallast einmitt Smiðja. Í raun er um að ræða tvær námskrár sem báðar eru á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun – 160 klukkustunda nám hvor um sig; Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2. Við stíganda milli námskránna er tekið […]

Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]

Nýjar afurðir FA

Tveir nýir starfaprófílar hafa verið birtir á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar. Hæfnigreiningarnar voru unnar í samstarfi við Fjölmennt og Atvinnu með stuðningi en um er að ræða störfin Aðstoð við þrif og þjónustustörf og Aðstoð við félags- og þjónustustörf. Þátttakendur í greiningunni komu frá fjórum hjúkrunarheimilum.

Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins.    Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”.  Fagbréfið  veitir […]

Faðir raunfærnimats

Í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við Jens Bjørnåvold sem er að margra mati faðir raunfærnimats þó hann vilji síður taka við þeirri nafnbót. Í viðtalinu nefnir hann að mat á raunfærni tengist breytingu á hugarfari frá kennslu yfir í hæfniviðmið. Áhrifa þessarar breytingar gætti í auknum mæli í evrópskri stefnumótun og að ýmsu leiti […]

Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]

Afmælisfundur FA 1. nóvember

FAGBRÉF ATVINNULÍFSINS – Verkfæri til framtíðar  Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum verður boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetiðu um nám fullorðinna, NVL. Fundurinn fer fram í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 11-13. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fólk sem mætir […]

Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar