Afmælisfundur FA 1. nóvember
FAGBRÉF ATVINNULÍFSINS – Verkfæri til framtíðar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum verður boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetiðu um nám fullorðinna, NVL. Fundurinn fer fram í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 11-13. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fólk sem mætir […]
Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?
Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:
Fjölmennt og FA gera samning um hæfnigreiningar
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hafa gert með sér samning um hæfnigreiningu þriggja starfa. Um er að ræða störf fyrir starfsfólk sem nýtur þjónustu AMS (Atvinna með stuðningi) og Fjölmenntar. Hæfnigreining starfa felst í að kortleggja og skilgreina þá hæfni sem mikilvægt er að starfsmaður búi yfir til að árangur náist í […]
Haustfundur FA og Símennt
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Símennt (áður Kvasir) héldu sameiginlegan haustfund á Akureyri dagana 27. og 28. september. Um 100 manns sóttu fundinn og voru um 30 manns í streymi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnti Fagbréf atvinnulífsins fyrir samstarfsaðilum. Alls voru 12 vinnustofur á þessum tveggja daga fundi: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir í fullorðinsfræðslu.Áskoranir og tækifæri í markaðs- […]
Leiðsagnakennarar aðstoða samstarfsfólk við að efla stafræna hæfni sína
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um kerfi leiðsagnakennara sem Finnar tóku upp árið 2015. Þar var stafræn færni ákveðinna kennara efld og þeir kenndu síðan samstarfsfólki sínu. Þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir 2020 gengdi þetta kerfi lykilhlutverki og með því tókst Finnum nokkuð vel að brúa þá stafrænu gjá sem kom í ljós […]
Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?
Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]
Áhugaverðar vefstofur á vegum Norræns nets um grunnleikni í samstarfi við FA
Framundan eru tvær vefstofur á vegum NVL (Nordisk Netwærk for Voksens Læring) þar sem greinar um grunnfærni og starfræna tækni í kennslu verða kynntar annarsvegar og um námsframboð fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki hinsvegar. Fyrri vefstofa var 28. september 2022 og þar verður fjallað um tvær greinar : Stafrænt líf (frá Svíþjóð) – […]
Þau gera öllum kleift að nýta sér tæknina
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um námið Aðlöguð tækni sem kennt er við Mora lýðháskólann og er ætlað einstaklingum með greindarskerðingu til að auka möguleika þeirra á því að finnast þau vera virk í samfélaginu. Vorið 2020 stóðu aðstandendur námsins frammi fyrir því að flytja það á stafrænt form og tókust á við […]
Nú kemur röðin – kannski – fljótlega að þeim sem eru með stutta skólagöngu
Í nýrri grein í Gátt er fjallað um stöðu fullorðinna einstaklinga með litla skólagöngu að baki í Danmörku. Danir hafa haft mikinn metnað á sviði menntamála barna og ungmenna en mun minni fyrir þennan hóp fullorðinna. Mögulega verður breyting á á næstunni. Lesið greinina á vef Gáttar:
Norræn ráðstefna um stafræna hæfni og símenntun 20.-21. september
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Ein forsenda árangurs er stafræn umbreyting í þjónustu og sjálfvirknivæðing ferla, en þar eru Norðurlöndin komin vel á veg. DigiNorden formennskuráðstefnan er haldin í Tromsø í Noregi og einnig í streymi. Ráðstefnan mun ræða hvernig hægt sé að bregðast við ýmsum áskorunum: […]