ÁRSFUNDUR FA 14. NÓVEMBER

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 14. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður haldinn í salnum Hátegi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður uppá léttar veitingar.

STREYMI AF FUNDINUM:

Rík af reynslu – lærum hvert af öðru 

Vinnumarkaðurinn breytist hratt og í mörgum Evrópulöndum er verið  að endurmeta leiðir í þjálfun og menntun með inngildingu að leiðarljósi. Áhersla er á að greina þarfir fyrir færni í atvinnulífinu og mótun hæfnistefnu. Í þessu felst ávinningur fyrir fólk og fyrirtæki.   

Í hæfnistefnu Evrópusambandsins kemur fram að besta fjárfesting til framtíðar sé fjárfesting í fólki og að hæfni og menntun sé drifkraftur samkeppnishæfni og nýsköpunar. Jafnframt eru eftirfarandi áherslur fyrir næstu fimm árin sem miða að því að réttur til símenntunar verði að veruleika: 

  • Samstarf hagsmunaaðila um hæfnistefnu   
  • Þróun hæfni fyrir störf, sem byggir á greiningarvinnu   
  • Valdeflingu fólks til að byggja upp eigin færni, í gegnum þróun verkfæra og með því að gera námsleiðir sveigjanlegri og aðgengilegri 
Dagskrá fundarins

Fundarstjóri: Einar Mar Þórðarson, varaformaður stjórnar FA

Ávarp

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra

Færnimat til framtíðar

Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarformaður FA

Þekking í þágu stefnumótunar: Yfirstandandi vinna við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu

Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við HÍ

Initiatives and tools to strengthen adult education and increase participation in lifelong learning (Verkefni og verkfæri til að efla nám fullorðinna og auka þátttöku í símenntun)

Elisabeth Bøe, ráðgjafi í deild færniþróunar í atvinnulífinu hjá Stofnun háskólamenntunar og hæfni (HK-dir)

Efficient and flexible skills provision for transitions, re- and upskill in Sweden (Skilvirkt og sveigjanlegt framboð á færni í tengslum við umbreytingar, endurmenntun og færniþróun í Svíþjóð)

Anna Kahlson, sérfræðingur hjá Fagháskólastofnuninni í Svíþjóð (MYH)

Hádegisverður 

Pallborð með hagsmunaaðilum: Stefna og verkfæri við færniuppbyggingu

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, stýrir pallborði

Í pallborði:

  • Arna Jakobína Björnsdóttir, annar varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
  • Eyrún Valsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ 
  • Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður hjá SA og stjórnarformaður FA 
  • Ragnhildur Bolladóttir, teymistjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
  • Berglind Rós Magnúsdóttir fulltrúi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu


Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Fyrirmyndir í námi fullorðinna fá afhentar viðurkenningar

Markmið fundarins er eiga samtal og miðla reynslu og við fáum einnig innsýn í stöðu mála varðandi innleiðingu verkfæra tengdum færniuppbyggingu og núverandi áskorunum í Noregi og Svíþjóð. 

Um Anna Kahlson 
Anna hefur víðtæka reynslu af símenntun, hæfnivottun, starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og raunfærnimati bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hjá MYH ber Anna ábyrgð á sænska hæfnirammanum og (SEQF) og samræmingu vinnunnar með sænska umsjónaraðila fyrir evrópska hæfnirammann um menntun og hæfi (EQF).   

Um Elisabeth Bøe
Elisabeth Bøe er ráðgjafi í atvinnulífs- og hæfnideild Stofnunar háskólamenntunar og hæfni í Noregi. Hún starfaði áður innan háskóla og við alþjóðasamskipti við Oslo Metropolitan háskólann og Breska ráðið (British Council). 

Maj-Britt Hjördís Briem
Anna Kahlson
Berglind Rós Magnúsdóttir
Elisabeth Bøe

Verið velkomin

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar