Starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er fjallað um starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna. Þar er velt vöngum yfir hvort að slík ráðgjöf lúti sérstökum einkennum og krefjist sérstakra aðstæðna, en helsta áhersla og mestum fjármunum hefur verið varið til rágjafar fyrir ungt fólk. Ef fullorðið fólk á að geta tekist á við allar þær breytingar á samfélagi og störfum, sem flestir eru sammála um að muni bara aukast í framtíðinni, þarf að forgangsraða, þróa og skapa aðgang að faglegri ráðgjöf fyrir fullorðna. Þá má jafnframt læra ýmislegt af starfsráðgjöf fyrir fullorðna sem nýst getur við ráðgjöf ungs fólks.

Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar