Námslína í ferðaþjónustu
Árið 2019 kom út skýrslan Hæfni er grunnur að gæðum á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Í skýrslunni var birt niðurstaða greiningar á námsþörfum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, í takti við þá staðreynd að framboð á viðurkenndu og hagnýtu starfsnámi (sem fram fer á vinnustað og í skóla) þarf að aukast til muna. Frá […]
Starfstengt nám fyrir alla
Þeirri breytingu að Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins heyri nú undir nýtt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti fylgja bæði nýjar áherslur og ný tækifæri. Ein áherslan er að skapa rými fyrir alla innan framhaldsfræðslunnar, einnig fullorðið fólk með margskonar skerðingar en fá atvinnutengd námstækifæri hafa staðið þeim hópi til boða. Nú hafa Fjölmennt og FA tekið höndum saman og fengið […]
Nýr starfaprófíll – slökkvilið
Nýr starfaprófíll er nú aðgengilegur á heimasíðu FA. Þar er um að ræða störf slökkviliðsmanna en hæfnigreiningin var unnin fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig sátu í stýrihópi fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 16. og 17. mars
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur námskeið um raunfærnimat dagana 16. og 17. mars, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað verkefnastjórum, matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum/ráðgjöfum og öðrum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði FA, Skipholti 50b. þriðju hæð og hefst kl. 10.15 fyrri […]
Smiðja 1 – tvær nýjar námskrár
Ný námskrá úr smiðju FA hefur fengið vottun hjá Menntamálastofnun. Svo skemmtilega vill til að hún kallast einmitt Smiðja. Í raun er um að ræða tvær námskrár sem báðar eru á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun – 160 klukkustunda nám hvor um sig; Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2. Við stíganda milli námskránna er tekið […]
Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn
Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]
Nýjar afurðir FA
Tveir nýir starfaprófílar hafa verið birtir á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar. Hæfnigreiningarnar voru unnar í samstarfi við Fjölmennt og Atvinnu með stuðningi en um er að ræða störfin Aðstoð við þrif og þjónustustörf og Aðstoð við félags- og þjónustustörf. Þátttakendur í greiningunni komu frá fjórum hjúkrunarheimilum.
Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins. Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”. Fagbréfið veitir […]
Faðir raunfærnimats
Í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við Jens Bjørnåvold sem er að margra mati faðir raunfærnimats þó hann vilji síður taka við þeirri nafnbót. Í viðtalinu nefnir hann að mat á raunfærni tengist breytingu á hugarfari frá kennslu yfir í hæfniviðmið. Áhrifa þessarar breytingar gætti í auknum mæli í evrópskri stefnumótun og að ýmsu leiti […]
Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]