Select Page

Raunfærnimat

Raunfærnimat í atvinnulífinu – Fagbréf 

Tilraunaverkefninu Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins lauk í lok árs 2020 þar sem yfir 70 þátttakendur hjá 8 fyrirtækjum fóru í gegnum raunfærnimat á móti hæfniviðmiðum starfa sinna og viðeigandi starfsþjálfun í kjölfarið eftir þörfum. Ferlið fékk góðar viðtökur hjá fulltrúum fyrirtækja og þátttakendum og er mikill vilji til áframhaldandi þróunar.

Sýnileiki og formleg staðfesting á hæfni skiptir máli fyrir alla aðila og fá þátttakendur sem ljúka ferlinu í hendur Fagbréf sem staðfestir hæfni á 2. eða 3. þrepi, þar sem íslenski hæfniramminn  (ISQF) er hafður til hliðsjónar. Hæfniviðmið byggjast á hæfnigreiningu starfa  samkvæmt aðferðafræði sem FA hefur þróað. 

Framundan eru kynningar og samræður við hagsmunaaðila um þróun sjálfbærs kerfis í atvinnulífinu.

Ef áhugi er fyrir hendi hjá fyrirtæki eða starfsgrein hafið samband við verkefnastjóra:

Haukur Harðarson, haukur (hjá) frae.is

Fjóla María Lárusdóttir, fjola (hjá) frae.is

Verkefninu var stýrt af fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki sem tóku þátt í framkvæmd.

Meiri upplýsingar má finna í lokaskýrslu og viðaukum hennar:

Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins – lokaskýrsla