Fagbréf atvinnulífsins – framkvæmd og fjármögnun

Hverjir geta haldið utan um framkvæmd verkefna?  

Umsjón/ábyrgð framkvæmdar getur verið i höndum símenntunarmiðstöðva, fræðslumiðstöðva iðngreina, annarra fræðsluaðila, sjálfstætt starfandi ráðgjafa eða hjá því fyrirtæki eða stofnun þar sem verkefnið fer fram. Ábyrgðaraðili framkvæmdar sækir um til FA í eyðublaðinu hér fyrir neðan. Fyrirtæki sækir jafnframt um í starfsmenntasjóði í gegnum Áttina.

Fjármögnun

Fyrirtæki og starfsfólk geta nýtt rétt sinn í starfsmenntasjóðum til að kosta Fagbréfsferlið. Fyrirtæki sækir um verkefni á  Áttin.is og þegar verkáætlun hefur verið samþykkt getur ferlið hafist. 

Sjóðir sem hafa samþykkt greiðsluþátttöku vegna Fagbréfa atvinnulífsins eru:  

  • Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks
  • Starfsmenntasjóður verslunarinnar, FA, VR og LÍV 
  • Landsmennt  
  • Starfsafl 

Hafist handa  

  1. Atvinnurekandi fyllir inn form fyrir verkefnið sem er að finna á Áttin.is  
  2. Starfsmenntasjóðir samþykkja framkvæmd með fyrirvara um réttindastöðu umsækjanda í sjóðnum. 

Framkvæmd

  1. Undirbúningur
  2. Framkvæmd raunfærnimats
  3. Starfsþjálfun þar sem við á
  4. Skilagrein um niðurstöður
  5. Útgáfa og afhending Fagbréfa

Gæðakröfur og hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins  

FA hefur það hlutverk að tryggja gæði, gildi niðurstaðna og miðla upplýsingum um raunfærnimatskerfið, uppfæra hæfniviðmið, gefa út Fagbréf, þjálfa fagaðila og viðurkenna ábyrgðaraðila fyrir framkvæmd.   

Til að tryggja gæði og þar með gildi á vinnumarkaði er aðferðafræði við framkvæmd samræmd og krafist er staðfestingar á því að aðferðafræði sé fylgt. Ýmsir aðilar haldið utan um framkvæmd en þeir þurfa að hafa staðfesta þekkingu á aðferðafræði og uppfylla kröfur um gæði  framkvæmdar.  

Ábyrgðaaðili fyrir framkvæmd tryggir að framkvæmd sé í samræmi við gæðakröfur. Skila þarf gögnum inn til FA sem sýna fram á að gæðaviðmiðum hafi verið fylgt. Nánari lýsing á gæðakröfum er í handbókinni.

Viltu frekari upplýsingar? 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir frekari upplýsingar um ferlið. Einfaldasta leiðin til að ná í okkur er að senda póst á sérfræðinga FA:

Fjóla María Lárusdóttir

fjola@frae.is

Haukur Harðarsson

haukur@frae.is

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar