Haustfundur FA og Símennt
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Símennt (áður Kvasir) héldu sameiginlegan haustfund á Akureyri dagana 27. og 28. september. Um 100 manns sóttu fundinn og voru um 30 manns í streymi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnti Fagbréf atvinnulífsins fyrir samstarfsaðilum. Alls voru 12 vinnustofur á þessum tveggja daga fundi: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir í fullorðinsfræðslu.Áskoranir og tækifæri í markaðs- […]
Leiðsagnakennarar aðstoða samstarfsfólk við að efla stafræna hæfni sína
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um kerfi leiðsagnakennara sem Finnar tóku upp árið 2015. Þar var stafræn færni ákveðinna kennara efld og þeir kenndu síðan samstarfsfólki sínu. Þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir 2020 gengdi þetta kerfi lykilhlutverki og með því tókst Finnum nokkuð vel að brúa þá stafrænu gjá sem kom í ljós […]
Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?
Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]
Áhugaverðar vefstofur á vegum Norræns nets um grunnleikni í samstarfi við FA
Framundan eru tvær vefstofur á vegum NVL (Nordisk Netwærk for Voksens Læring) þar sem greinar um grunnfærni og starfræna tækni í kennslu verða kynntar annarsvegar og um námsframboð fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki hinsvegar. Fyrri vefstofa var 28. september 2022 og þar verður fjallað um tvær greinar : Stafrænt líf (frá Svíþjóð) – […]
Þau gera öllum kleift að nýta sér tæknina
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um námið Aðlöguð tækni sem kennt er við Mora lýðháskólann og er ætlað einstaklingum með greindarskerðingu til að auka möguleika þeirra á því að finnast þau vera virk í samfélaginu. Vorið 2020 stóðu aðstandendur námsins frammi fyrir því að flytja það á stafrænt form og tókust á við […]
Nú kemur röðin – kannski – fljótlega að þeim sem eru með stutta skólagöngu
Í nýrri grein í Gátt er fjallað um stöðu fullorðinna einstaklinga með litla skólagöngu að baki í Danmörku. Danir hafa haft mikinn metnað á sviði menntamála barna og ungmenna en mun minni fyrir þennan hóp fullorðinna. Mögulega verður breyting á á næstunni. Lesið greinina á vef Gáttar: