Select Page

Útgáfa

Skýrslur og kannanir

Skýrsla NVL um færni í atvinnulífinu

Í skýrslunni er sjónum beint að mikilvægum stefnumarkandi spurningum sem stuðla að því að auðvelda skiptin á milli menntunar og atvinnulífs sem og hreyfanleika á vinnumarkaði. Skýrslan er liður í innleiðingu á menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar: Gæði og vægi  í menntun og rannsóknum.

Úttekt á framhaldsfræðslukerfinu

Í júní 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent að gera heildstæða úttekt á framhaldsfræðslukerfinu.  Tilgangur könnunarinnar var að leggja mat á þróun kerfisins, skilvirkni þess, áhrif, nýtingu fjármuna, árangur og fleira.

Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis benda niðurstöður úttektar Capacent til þess að á heildina litið hafi markmið framhaldsfræðslunnar, sem skilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu, náðst.  Úttekt Capacent bendir þó til þess að árangur starfsins sé nokkuð misjafn eftir þeim átta markmiðum sem tilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu.

Samkvæmt úttekt Capacent hefur opinberu fé til framhaldsfræðslunnar almennt verið vel varið.  Viðhorfskönnun sem Capacent lagði fyrir notendur framhaldsfræðslunnar benti einnig til þess að námið hefði haft jákvæð áhrif á líf þeirra.  Í heild hafi því tekist vel að þróa menntunarúrræði fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu. Í samræmi við það hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneytið til að halda áfram þróun og eflingu framhaldsfræðslukerfisins.

Skýrslu Ríkisendurskoðunar má nálgast HÉR.

Úttekt Capacent má nálgast HÉR.

Umbótaáætlun má nálgast HÉR.

Aðrar skýrslur og kannanir

Matsskýrsla úr Erasmus+ KA3 verkefninu Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL)
Höfundar: Lára Rún Sigurvinsdóttir, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Fjóla María Lárusdóttir, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir.
Niðurstöður úr Erasmus+ KA3 verkefninu GOAL – Guidance and Orientation for Adult Learners / Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýrði fyrir fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2015-2018. Í verkefninu var þróuð námsráðgjöf fyrir þá hópa sem sækja síður í nám. Rannsóknarhluti verkefnisins var unninn af Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: www.projectgoal.eu

Aukin færni kennara og leiðbeinenda í framhaldsfræðslu
Höfundur: Bergþóra Hlín Arnórsdóttir
Niðurstaða könnunar um viðhorf markhóps til núverandi framboðs á kennslufræðinámskeiðum og óskir þeirra um frekari þróun í starfi.

Skýrsla um færniþörf á vinnumarkaði
Höfundur: Karl Sigurðsson
Skýrslan var unnin fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefni um starfsmenntun í atvinnulífinu.

Viðhorf til þátttöku í námi á fullorðinsárum
Höfundar: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Lára Rún Sigurvinsdóttir, Steingerður Ólafsdóttir og Kristín Erla Harðardóttir
Rannsóknin var unnin af Menntavísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins/Fræðslusjóð.

Matvælaiðnaður – Greining á þörf fyrir starfsmenntun
Höfundar: Maskína fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Könnuninni var ætlað að meta þörf fyrir fræðslu meðal starfsfólks án formlegrar menntunar í matvælaiðnaði og hvernig best væri að standa að henni.

Niðurstöður vinnuhóps um hæfniramma í framhaldsfræðslu, 2015
Skýrsla unnin af vinnuhópi skipuðum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 18. september 2013.