Þjónustuliðar – grunnnám

Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum. Námskrá á pdf

Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans

Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans 45 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Námið er bæði […]

Smiðja

Smiðja er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem vilja kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Dæmi um smiðjur:

Fjölvirkjar

Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 13 eininga. Námið er ætlað lykilstarfsmönnum í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, sem vilja auka persónulega og faglega hæfni sína. Námskrá á pdf

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar