Smiðja 1 – 1

Smiðja 1 – 1 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er sú fyrri í röð tveggja á hæfniþrepi 1. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum […]

Smiðja 1 – 2

Smiðja 1 – 2 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem […]

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Námskráin á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.

Stökkpallur

Stökkpallur er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Sterkari starfskraftur

Námskráin Sterkari starfskraftur lýsir 160 stunda námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Tilgangur námsins  er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa huga á að starfa við almenn skrifstofustörf. Markmiðið er að auka þekkingu og leikni þátttakenda til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka […]

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er 40 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 2 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun. Námsskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Ummæli námsmanna

Menntastoðir

Námskráin Menntastoðir lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1200 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 60 framhaldsskólaeiningum.Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki og ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framahaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Markmið námsins […]

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er 300 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 15 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki sem vill taka ábyrgð á eigin heilsu og bæta hana. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Íslensk menning og samfélag 

Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að auðvelda því aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Grunnmennt

Námskráin Grunnmennt lýsir námi á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 500 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 24 framhaldsskólaeiningum. Mögulegt er að skipta námskránni í Grunnmennt I og Grunnmennt II eins og lýst er í námskránni.Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er einkum að stuðla að jákvæðu viðhorfi […]