Námskráin Grunnmennt lýsir námi á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 500 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 24 framhaldsskólaeiningum. Mögulegt er að skipta námskránni í Grunnmennt I og Grunnmennt II eins og lýst er í námskránni.
Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er einkum að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms, byggja upp undirstöðu í námstækni, færnieflingu, sjálfstyrkingu og samskipti. Um leið og námið byggir upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum) auk mikilvægra þátta fyrir daglegt líf og störf svo sem samskipti og tölvu- og upplýsingatækni.

Námskrá á pdf

Námskráin í námskrárgrunni

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar