Að færa kennslu á netið
Námskeið sem fjallar um skipulag, hönnun og framkvæmd stafrænnar kennslu með áherslu á að mæta nemendum með ólíkar þarfir. Opna
Vertu þinn eigin námssmiður – opnir og skapandi kennsluhættir á 21. öldinni
Vefnámskeiðið Vertu þinn eigin námssmiður gengur út á að kynna fyrir leiðbeineindum hugmyndir og aðferðir til að hanna námsferli á í netheimum. Opna
Greining á fræðsluþörfum
Samantekt á leiðum og aðferðum við greiningu fræðsluþarfa nemendahópa. Opna
Aðferðir fullorðinsfræðslunnar
Í þessu hefti er fjöldi vel reyndra aðferða sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu alls konar. Aðferðunum er raðað upp eftir því hvaða stað eða tilgang þær hafa í kennslunni. Opna
Fjölbreyttar kennsluaðferðir – verkfæri fagmannsins
Samantekt á fjölbreyttum og reyndum kennsluaðferðum í fullorðinsfræðslu, tilgangi þeirrta og notkun. Opna
Um það að kenna fullorðnum
Netnámskeið, með myndskeiðum, texta og stuttum verkefnum um það sem er sérstakt við það að kenna fullorðnum. Hér er komið inn á helstu hugmyndir og kenningar um aðstæður fullorðinna þegar þeir eru að læra eitthvað nýtt, um nám fullorðinna og fleira. Opna
Skapandi lausnaleit
Skapandi lausnaleit (e. Creative Problem Solving) er ein þekktasta leiðin til að leiða hópa í gegnum skapandi ferli. Hér er málið að greina vanda, finna hugmyndir að lausnum, þróa lausnir og prófa þær. Opna
World Café
World Café er enn ein lýðræðislega aðferðin sem snýst um það að virkja þátttakendur til samtals. Þátttakendur læra að skipuleggja fundi og ráðstefnur með þessari aðferð. Opna
Miðlunaraðferðin
Miðlunaraðferðin (þ. Die Moderations Methode) snýst um að „miðla málum“. Aðferðin er lýðræðisleg aðferð sem byggir á sýnileika, gagnsæi, sjálfsábyrgð þátttakenda og virkni allra. Opna
Open Space Technology
OST er aðferð sem er gjarnan notuð þegar fólk skipuleggur fundi eða ráðstefnur með stórum hópum þar sem þátttakendur deila djúpum áhuga á ákveðnu viðfangsefni og vilja finna lausnir. Opna