CPS er trúlega þekktasta leiðin til að leiða hópa í gegnum skapandi ferli. Hér er málið að greina vanda, finna hugmyndir að lausnum, þróa lausnir og prófa þær. Þátttakendur læra aðferðir sem nýtast til að stýra slíkum ferlum og leiða hópa samstarfsfólks í gegnum skapandi ferli, hvort sem það er til að leysa vanda sem fyrirtæki eða stofnanir glíma við eða þróa nýjar þjónustur eða vörur. Opna