Smiðja 1 – 2, 2 Færni á vinnumarkaði er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskráa á hæfniþrepi 1 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námskráin er grunnur að námslýsingu sem tekst á við hvert starf sem þjálfa skal til samkvæmt hæfniþrepi námskrárinnar. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast og hljóta þjálfun til að byggja upp verkkunnáttu, þjálfast fyrir ákveðna tegund starfs, efla samstarfshæfni og fjölbreytta færni til að sinna viðkomandi starfi. Námskráin hlaut vottun í ágúst 2024.

Námskrá á pdf

Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á starfi sem þjálfað er fyrir.

Námslýsingar við námskrána:

Starf við endurvinnslu – Smiðja 1-2,2

Starf í leikskóla- Smiðja 1-2,2

Starf við umönnun – Smiðja 1-2,2

Starf í vöruhúsi/á lager – Smiðja 1-2,2

Starf við þrif og þjónustu – Smiðja 1-2,2

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar