Sjálfsmatslisti

Leiðbeinendur fullorðinna geta metið eigin hæfni í ólíkum þáttum starfsins með því að fylla út sjálfsmatslista kennslumiðstöðvar FA.

Sjálfsmatslistinn er verkfæri fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu svo þeir geti gert sér grein fyrir fyrir þeirri hæfni sem starfið krefst.

Verkefnastjórar símenntunarmiðstöðva og mannauðs-/fræðslustjórar fyrirtækja eru hvattir til að vísa sínum leiðbeinendum á sjálfsmatslistann.

Hæfni leiðbeinenda er skilgreind á þremur stigum (leiðbeinandi á stigi 1, 2 eða 3).

Innihaldi sjálfsmatslistans er skipt upp í fimm flokka:

  • Undirbúningur fræðslu
  • Framkvæmd fræðslu
  • Námsmat
  • Stafræn hæfni
  • Samskipti og samvinna

Þegar búið er að fylla út sjálfsmatslistann og niðurstaða liggur fyrir skal fara inn á vegvísi kennslumiðstöðvar FA til að skoða mögulegar leiðir til hæfniþróunar.

Sjálfsmatslistinn er unninn í samstarfi við Háskóla Íslands. Einnig var haft víðtækt samstarf við símenntunarmiðstöðvar og fræðslustjóra í atvinnulífinu.

OPNA SJÁLFSMATSLISTA

Nánari upplýsingar um sjálfsmatslistann hjá frae@frae.is

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar